Leikmenn.

Já! S.A. hefur ekki sagt sitt síðasta í "leikmannakaupum" í vetur. Þar sem Narfamenn hafa ákveðið að leggjast í dvala í vetur, hafa þeir Helgi Gunnlaugsson, Elvar Jónsteinsson og Sigurður "ekkert nema sigur" Sigurðsson boðað endurkomu í lið S.A. Með komu þessara þriggja manna mun S.A. án efa styrkjast til muna, hvort sem er í þyngd eða aldri...og auðvitað getu :) ÁFRAM S.A.!!!!

Morgunæfingar

Morgunæfingartíminn á þriðjudögum og fimmtudögum verður framvegis frá 6:30-7:15

Hópaskiptingar

Í haust breyttust nöfnin á æfingahópunum og eru nöfnin nú eftir ístímunum. 1. hópur er nýr flokkur fyrir yngstu byrjendurnar. Sá hópur æfir einu sinni í viku. 2. hópur er gamli 4. flokkur (fyrir börn eldi en 6 ára) og æfir 2 sinnum í viku á ís. 3. hópur er 3. svarti og hvíti og æfir 3 sinnum á ís. 4. hópur er gamli 2. flokkur og æfir 4 sinnum í viku. 5. hópur er gamli fyrsti flokkur og æfir 5 sinnum á ís. U hópur er nýr hópur fyrir þá iðkendur sem ekki vilja æfa oft í viku.  U hópur æfir 3 sinnum á ís. M hópur er gamli meistaraflokkurinn.

Nýr aðstoðarþjálfari kominn

Um síðustu helgi kom til okkar nýr aðstoðarþjálfari Sara Smiley, en hún er frá Kanada og mun einnig spila með kvennaflokknum í vetur. Sara er lærð í hreyfifræðum ( skrítið orð en ég fann ekkert annað yfir það í bili ) og mun líka sjá um afísæfingar hjá flokkunum í vetur. Við höfum fulla trú á að framlag hennar ásamt  Denna muni skila sér í markvissara og öflugra starfi í vetur, og ekki hvað síst í yngri flokkunum þar sem markmiðið er að skapa fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem allir hafi gaman af að sækja.

Innritun

Miðvikudaginn 13. september verður innritun fyrir þá sem eru ekki búnir að skrá sig. Innritunin er milli 16:00-17:00 í skrifsofunni í Skautahöllinni. Einnig er hægt að innrita sig í síðu félagsins undir listskautar - Skráning í félagið.

Úrslit í 3.fl í gær

Eftir nokkuð jafna fyrstu tvo hlutana sigu Bjarnar menn framúr og unnu 3.hlutann  1 - 4 svo lokatölur urðu 4 - 7 fyrir Birninum.

Opinn tími á sunnudaginn!

Í allan vetur verður opinn tími á sunnudagsmorgnum milli 8 og 9.  Þessi tími er opinn þeim iðkendum sem æfa með M, 5., 4. og U hópi.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru að fá nýja dansa núna í september!  Iðkendum er frjálst að mæta þegar þeir vilja í þessa tíma, það er ekki ekki skylda að nýta allan klukkutímann, t.d. er hægt að vera aðeins hálftíma.

Leikur í 3. flokki á morgun kl. 17.30

Á morgun laugardaginn 9.sept. verðu fyrsti leikur vetrarins í Skautahöllinni Akureyri , en þá mætast í 3. flokki SA og Björninn. Gaman verður að sjá hversu sprækir strákarnir koma undan sumri. ÁFRAM SA.

Tími á Bjargi!

Öllum iðkendum listhlaupadeildar 14 ára og eldri (árið gildir) er boðið að mæta, gegn vægu gjaldi, í Body Attack á Bjarg hjá Sólrúnu einkaþjálfara milli 17:30 og 18:30 alla miðvikudaga í vetur. Við hvetjum alla til að notfæra sér þessa tíma, þetta er bæði mjög skemmtilegt og frábær hreyfing! Látið vita af ykkur í afgreiðslu þar sem ykkur verður vísað á réttan stað, munið að láta vita að þið séuð frá listhlaupadeildinni. (Þið borgið fyrir tímana seinna)

Innritanir í listhlaup

Munið opna tímann milli kl: 16:00-17:00 í dag miðvikudaginn 5/9. Þá verðum við í Skautahöllinni að taka við innritunum í listhlaup. Einnig er hægt að innrita á heimasíðunni í flokknum listskautar- Nýir iðkendur.