16.03.2016
Nú er búið að opna fyrir skráningu á árshátíðina 2016. Allar deildir Skautafélagsins halda sameiginlega Árs- og uppskeruhátíð miðvikudaginn 23. mars (daginn fyrir skírdag) í Golfskálanum. Tímabilið í ár var stutt en árangurinn frábær og líklega sá besti í sögu félagsins. Það er því miklu að fagna og gaman að koma saman og rifja upp tímabilið sem er að baki og líta björtum augum til framtíðar.
14.03.2016
SA stelpurnar héldu uppteknum hætti á Vetrarmóti ÍSS og sigruðu í öllm þeim flokkum sem við áttum keppendur í, auk þess sem stelpurnar settu fjölmörg persónulegmet, hópamet og Íslandsmet féll.
07.03.2016
Um næstu helgi fer fram Vetrarmót ÍSS í Egilshöll í Reykjavík. Til að undirbúa sig fyrir mótið munu A og B keppendur LSA stunda æfingar í SR höllinni í Laugardalnum næstu vikuna.
07.03.2016
10 stúlkur ásamt foreldrahóp lögðu af stað til Búdapest á miðvikudaginn síðasta til að taka þátt í Sportland Trophy. Rebekka Rós gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk Basic Novice A III og Ísold Fönn hafnaði í 2 sæti í Cubs II. Allar stóðu stelpurnar sig mjög vel.
07.03.2016
Kvennalandslið Íslands í íshokkí vann til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu á Spáni í gær. Íslenska liðið jafnaði þar með besta árangur sinn til þessa á heimsmeistaramóti. Liðið sigraði í þremur leikjum af fimm en tapaði tveimur með minnsta mögulega mun en báðir tapleikirnir enduðu 2-3.
05.03.2016
Kvennalandslið Íslands í íshokkí vann í dag 2-0 sigur á Mexíkó og er þar með búið að tryggja sér verðlaunasæti á heimsmeistaramótinu á Spáni. Ísland hefur unnið þrjá leiki á mótinu en tapað einum. Íslenska liðið mætir því Ástralska á morgun kl 15.30 en þá ræðst hvaða litur verður á verðlaunapeningi liðsins. Áfram Ísland!
01.03.2016
Íslenska kvennalandsliðið sigraði Tyrkland örugglega í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Sunna Björgvinsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark en Birna Baldursdóttir, Guðrún Marín Viðarsdóttir og Díana Björgvinsdóttir skoruðu einnig í leiknum. Ísland mætir Nýja Sjálandi kl 15.30 í dag og leikurinn er sýndur beint hér.
29.02.2016
Kvennalandslið Íslands hefur keppni á heimsmeistaramótinu í II deild B í dag en keppnin fer fram í Jaca á Spáni. Liðin sem eru í riðlinum auk Íslands eru: Ástralía, Belgía, Spánn, Mexíkó, Nýja-Sjáland og Tyrkland.
27.02.2016
Nú fer fram stærsta barnamót ársins í íshokkí, Frostmótið, en keppendur eru um 150 talsins þar sem keppt er í 5., 6. og 7 flokki. Leikið er í dag laugardag en dagskráin stendur yfir til kl 20 í kvöld. Mótið hefst svo kl 7.50 í fyrramálið og endar kl 13.00 með lokahófi og pizzuveislu. Hér má sjá dagskrá mótsins.
26.02.2016
Skautahöllinn lokar á sunnudag en það verður jafnframt síðasta dagurinn þar sem skautað verður í Skautahöllinni á þessu tímabili en slökkt verður á frystivélunum sunnudagskvöld. Framkvæmdirnar hefjast strax á mánudag en þá verður talsvert rót í höllinni svo allir þeir sem eiga dót í höllinni eru vinsamlegast beðnir um að fara með það úr húsi í síðasta lagi á sunnudag.