09.01.2017
Ásynjur taka á móti Ynjum þriðjudagskvöldið 10. janúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið hafa nú þegar tryggt sig inn í úrslitakeppnina og eru jöfn á toppnum með 21 stig. Þetta er síðasta einvígi liðanna í deildarkeppninni svo leikurinn sker líklega úr um hvort liðið verði deildarmeistari. Frítt inn, pottþétt skemmtun ekki láta þig vanta.
09.01.2017
Hertz-deild kvenna hélt áfram um helgina með tveimur leikjum þegar SR stúlkur komu norður og mættu Ásynjum á sínum heimavelli. Ásynjur höfðu yfirhöndina allan tímann og létu skotum sínum rigna yfir mark andstæðinganna. Samtals skoruðu Ásynjur 27 mörk í leikjum helgarinnar án þess að SR næði að svara fyrir sig. Álfheiður Sigmarsdóttir, markmaður Skautafélags Reykjavíkur, varði þó vel í báðum leikjunum en átti sannkallaðan stórleik á sunnudeginum þegar hún fékk á sig 100 skot.
06.01.2017
Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2017.
04.01.2017
Í dag hefjast æfingar hjá listhlaupadeildinni samkvæmt tímatöflu. Byrjendur eru boðnir velkomnir á æfingu 4. hóps sem er frá klukkan 17:25 - 18:05 í dag.
29.12.2016
Í gærkvöld fór fram slagur toppliðanna í Herz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var ekki jafn spennandi og í fyrri viðureignum þessara liða því fámennt lið Ásynja vann öruggan sigur 8-4.
22.12.2016
Andri Már Mikaelsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins á Íslandi. Andri Már var á dögunum valinn íshokkímaður ársins hjá Skautafélagi Akureyrar en bætir nú við sig nafnbótinni Íshokkímaður ársins á Íslandi.
Við óskum Andra innilega til hamingju með nafnbótina.
21.12.2016
Andri Már Mikaelsson hefur verið valinn íshokkímaður SA árið 2016.
Andri Már er 26 ára sóknarmaður og var fyrirliði í liði SA Víkinga sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Andri spilaði einnig fyrir Karlalandslið Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Spáni í vor.
21.12.2016
Birna Baldursdóttir hefur verið valin íshokkíkona Skautafélags Akureyrar árið 2016.
Birna er framherji og spilaði stórt hlutverk í liði Ásynja sem varð bæði deildar- og Íslandsmeistari á síðastliðnu keppnistímabili. Hún er markahæsti leikmaður Ásynja á líðandi tímabili með 7 mörk eftir 5 leiki. Birna var einnig lykil leikmaður í kvennalandsliði Íslands sem keppti á heimsmeistaramótinu á Spáni og landaði í 3.sæti í vor. Birna hefur alls unnið 11 Íslandsmeistaratitla með SA.
21.12.2016
SA Víkingar unnu stórsigur í gærkvöld þegar þeir tóku á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir markalausa fyrstu lotu röðuðu Víkingar inn mörkunum og unnu að lokum með 6 mörkum gegn engu. Þetta var síðasti leikurinn hjá Víkingum á þessu ári en þeir fara inn í jólafríið með 22 stig og sitja í öðru sæti deildarinna. SA Víkingar áttu góðann leik og gáfu stuðningsmönnum sínum því góða jólagjöf í ár.
21.12.2016
Frá með deginum í dag tekur í gildi jóla-tímatafla sem gildir til 3. janúar en tímatöfluna má finna vinstra megin í valmyndinni en einnig hér. Almenningstímum fjölgar en allar eru með æfingar og mót yfir hátíðirnar.