Karfan er tóm.
Í gærkvöldi mættust kvennalið SA og Bjarnarins í Skautahöllinni á Akureyri og lauk leiknum með frekar áreynslulitlum sigri SA gegn vængbrotnu liði Bjarnarins - lokatölur 7 – 2. SA mætti með allt sitt sterkasta lið en Bjarnarstelpur voru aðeins með sjö útileikmenn auk þess sem lykilleikmenn vantaði hjá þeim, en það er skarð fyrir skyldi þegar t.a.m. vantar Öggu í liðið.
En SA liðið spilaði leikinn vel, stelpurnar létu pökkinn ganga, héldu stöðunum sínum og leystu verkefnið á viðeigandi hátt og spiluðu á þremur línum allan tímann.
Mörk og stoðsendingar
SA: Sarah Smiley 2/2, Sólveig Smáradóttir 1/2, Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0, Jónína Guðbjartsdóttir 1/1, Hrund Thorlacius 0/2, Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0, Sigrún Sigmundsdóttir 0/1, Vigdís Aradóttir 0/1
Björninn: Hanna Heimisdóttir 2/0, Sigríður Finnbogadóttir 0/1
Mæting viðskautahöllina á <föstudaginn kl: 13:15. Farið verður 13:45.
Hafa meðferðis;
Svefnpoka/rúmföt
Sundföt
Handklæði
Aukaföt
Skauta
Skautakjól
Snyrtidót (muna eftir dóti í hárið)
Vasapening að hámarki 1000.
Góða skapinu:)
Sjáumst allar hressar og kátar
Kveðja Stjórnin
Ákveðið hefur verið að hafa rútu og sameiginlega gistingu á öllum mótum vetrarins 2006-2007. Æskilegt er að allir keppendur fari saman í þessar hópferðir nema við sérstakar aðstæður sem ræddar verða sérstaklega. Deildin kemur til með að senda út tilkynningu til þeirra keppenda sem fara í hvert skipti fyrir sig u.þ.b. þrem vikum fyrir áætlað mót.
Kveðja Stjórnin.