Karfan er tóm.
Helga ætlar að fara í gegnum tónlistardiskana fyrir iðkendur á miðvikudaginn 11. okt. og taka frá þá diska sem eru ekki í notkun. Á föstud. laugardag og sunnudag (á æfingartímum) eru iðkendur hvattir til að mæta og fá tónlistardiskana sína lánaða og láta taka afrit af þeim og skila síðan aftur eins fljótt og hægt er. Það er mjög nauðsynlegt að hver iðkandi eigi heilan og órispaðan disk þegar kemur að keppni. Iðkendur eiga líka að eiga eitt eintak sem þeir geyma í skautatöskunni og nota þegar þeir eru að æfa dansinn sinn með tónlist. :-)
Nú er komið að því, við ætlum að safna dósum miðvikudaginn 4. október frá kl. 18-20. Getið náð ykkur í poka og götur inn á svell frá kl. 17:45 og byrjað að skila dósunum upp í endurvinnslu kl. 19. Munið að einungis þeir sem mæta og safna fá pening. Foreldrafélagið
Allir þeir iðkendur nema keppendur í 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C eiga að skila inn innihaldslýsingum af prógrömmunum sínum. Þar eiga að koma fram öll "element" þ.e.a.s. öll stökk, pírúettar, sporasamsetning og vogarsamsetning í réttri röð. Vil ég biðja alla iðkendur sem eru komnir með prógröm að skila innihaldslýsingum til mín með e-maili fyrir miðvikudag. Þeir sem eru ekki komnir með prógröm skila innihaldslýsingum um leið og prógram er tilbúið. Hér fyrir neðan í "lesa meira" er dæmi um hvernig á að skrifa innihaldslýsingar! Það er nauðsynlegt að allir skili þessu inn sem fyrst annars getur keppandi ekki tekið þátt í keppni!! Vinsamlegast sendið innihaldslýsingarnar á helgamargret@internet.is (líka þeir sem búnir voru að skila inn handskrifuðum innihaldslýsingum).
Meistaraflokkur S.A. heldur áfram að "hlaða" á sig íslenskum stórstjörnum, í dag var óskað eftir félagaskiptum fyrir nokkra leikmenn og eru þeir ekki af verri endanum. En þetta eru þeir....