Karfan er tóm.
Eins og iðkendur og foreldrar hafa tekið eftir er Þjálfarinn okkar hún Hanna (Doris Ann Burnett) loksins komin til starfa hjá okkur, búin að vera eina viku. Hanna kemur frá Texas og hefur einnig starfað í Kanada. Hún hefur mikla reynslu og við bindum vonir við að samstarf hennar og iðkendanna gangi vel. Hún hefur hug á að gera einhverjar breytingar í sambandi við þjálfunina og hefur óskað eftir að fá foreldra iðkendanna á fund einhverja næstu daga. Við viljum því biðja ykkur að fylgjast með á heimasíðunni.
Þá hafa strákarnir okkar í 2. flokki lokið tveimur viðeignum fyrir sunnan gegn Birninum. Í gærkvöldi urðu þeir að lúta í lægra haldi með 4 mörkum gegn 1, en eina markið okkar skoraði varnarmaðurinn Orri Blöndal. Eitthvað skorti á agann hjá okkar mönnum og m.a. var Elmari Magnússyni vikið af leikvelli og sendur í steypibað eftir að hafa rifið kjaft við dómarann. Elmar fékk hvorki meira né minna en Match penalty sem þýddi sjálfkrafa leikbann í leiknum í dag. Bjarnarmenn voru ferskari aðilinn mest allan leikinn en þrátt fyrir nokkur ágætis marktækifæri okkar manna þá vildi pökkurinn ekki inn og Styrmir Snorrason í Bjarnarmarkinu átti góðan leik. Það virðist þó vera tilhneiging okkar manna að vilja helst bera pökkinn alveg inní netmöskvanna í staðinn fyrir að láta skotin dynja á markinu. Fleiri skot hefðu skila fleiri mörkum.
Leikurinn í dag var mun jafnari en því miður urðum við aftur að þola tap, nú með einu marki 4 – 3. Staðan var jöfn eftir 2. leikhluta en eina markið í síðustu lotunni áttu Bjarnarmenn og tryggðu sér með því sigurinn. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og sigurinn hefði hæglega geta lent okkar megin með smá heppni. Einar Valentine skoraði tvö mörk fyrir SA og Birkir Árnason eitt.
Vegna lélegrar mætingar í innritunartímana á mánudögum höfum við ákveðið að hafa innritunartímana á miðvikudögum. Á morgun (mánudaginn 25/9) er því síðasti innritunartíminn.
Um helgina mun 2. flokkur okkar standa í stórræðum er þeir halda suður yfir heiðar og takast á við Bjarnarmenn í fyrstu viðureignum liðanna í nýjum 2. flokki. Leiknir verða tveir leikir, sá fyrri í kvöld kl. 18:15 og sá síðari við fyrsta hanagal í fyrramálið kl. 08:30.
Leikmenn 2. flokks eru leikmenn fæddir 1990 – 1987 en flestir spila þeir einnig í meistaraflokki. Spilaðar verða 6 umferðar í vetur sem þýðir 12 leiki fyrir okkar menn, 6 heima og 6 úti. Búast má við mikilli spennu í þessum aldursflokki og fyrirfram er gert ráð fyrir jöfnum viðureignum þar sem ekkert er gefið eftir. Við ætlum okkur í sigur í þessum flokki í vetur og ekkert múður – áfram SA!
Næstu leikir: Tilkynning tekin af vef IHI;
Enn er mótanefnd ÍHÍ að störfum við það að endurraða leikjum eftir brotthvarf Narfa......