Kvennaliðið sigrar 6 - 3
Á laugardagskvöldið mættust hér í Skautahöllinni SA og Björninn í kvennaflokki. Liðin hafa verið nokkuð jöfn í vetur og viðureignirnar jafnan spennandi. SA fór betur af stað og náði tveggja marka forystu með mörkum frá Hrund Thorlacius og Söruh Smiley í fyrstu lotu og þannig stóðu leikar eftir lotuna og útlitið bjart fyrir heimastúlkur.