Karfan er tóm.
Stjórn ÍSS kannar nú hvort grundvöllur sé til þess að halda æfingabúðir í Reykjavík á tímabilinu 1-20. júní. Tekið verður við skráningum til og með 28. febrúar 2009. Sjá nánar á skautasamband.is og þar má finna skráningarblöð.
ATH. Stefnt er á að halda æfingabúðir á Akureyri síðustu 3-4 vikurnar í ágúst - svipað og í fyrra.
Nú eru að fara í gang þjálfaranámskeið hjá ÍSÍ, sjá nánar hér.
Hópaskiptingin hefur aðeins breyst, til að reyna að ná jafn stórum hópum í báða tímana. Í hópi 1 eru allir A keppendur, eldri B keppendur (12 ára og yngri B og eldri) og 14 ára og yngri C keppendur. Í hópi 2 eru allir yngri B keppendur (10 ára og yngri B og yngri) og allir C keppendur, nema 14 ára og yngri C. Hér má sjá skiptinguna nánar.
Fyrr í kvöld spiluðu SR og SA í Laugardalnum og endaði leikurinn með sigri SAmanna 2-6 þrátt fyrir að í lið SA vantaði tvo lykilmenn þá Jón Gísla og Josh Gribben. Mörk og stoðsendingar SA > Stebbi 2/1, Andri Sverris 2/0, Siggi Sig 1/4, Orri 1/0, Steini 0/1, Ingvar 0/1 og Rúnar 0/1. Skoða má leikskýrsluna HÉR og gang leiksins HÉR . Tölfræðina er svo hægt að skoða HÉR . Góóóðir SA !!!!!!!