Aðalfundi LSA lokið

Nú er aðalfundi LSA yfirstaðinn, fundrinn fór vel fram. Ný stjórn var skipuð en þrír úr fyrri stjórn halda áfram sem eru Rut, Bergsveinn og Kristín Þöll. Þeir sem koma nýjir inn eru Heiða, Inga og Hilda Jana og eru þetta allt reyndir stjórnarmeðlimir og ein nýliði slæst með í för og er það hún Ellý. Enn vantar aðstoðar mótstjóra, ef einhver er áhugasamur að senda þá á motstjori@listhlaup.is . Vonandi hafa allir það sem best í sumar!!

Vegna ónógrar þátttöku er áður auglýstri UPPSKERUHÁTIÐ frestað til haustsins

Þar sem þátttöku skráning hefur verið heldur dræm hefur verið ákveðið að fresta UPPSKERUHÁTÍÐINNI til haustsins og byrja veturinn með stæl. Auglýsing mun verða sett á vefinn þegar nær dregur.

Maraþon og pylsupartý

Öllum skauturum í D-hóp er boðið að taka þátt í maraþoninu og pylsupartýi sunnudaginn 8 maí milli 15.00-17.00. Vonandi koma sem flestir. 

Maraþon, maraþon, maraþon

Þá er að koma að maraþoninu. Maraþonið byrjar fyrir iðkendur LSA klukkan 18.00 laugardaginn 7 maí og lýkur klukkan 17.00 sunnudaginn 8 maí, þjálfarar deildarinnar byrja að skauta klukkan 17.00. Krullan er að klára Ice Cup og þarf tíma til að ganga frá og þess vegna viljum við engöngu fá þjálfara inn á ís klukkan 17.00 og aðrir iðkendur komi ekki í hús fyrr en 17.45. Tímaplan og hópaskiptingar hanga uppi í höllinni og FORELDRAR verða að skrá sig á foreldravaktina, það verða

Aðalfundur Foreldrafélags listhlaupadeildar SA

Aðalfundur Foreldrafélags LSA verður haldinn mánudagskvöldið 9. maí 2011 í Skautahöllinni.  Fundurinn hefst kl. 19:30, þ.e. hálfri klukkustund á undan aðalfundi LSA sem kemur í kjölfarið.  Farið verður yfir starfsemi vetrarins og mynduð stjórn fyrir næsta vetur.  Okkur vantar 2 aðila í stjórn fyrir næsta vetur svo endilega látið vita í netfangið h1@talnet.is ef þið hafið áhuga á að starfa í foreldrafélaginu.  Annars bara kærar þakkir fyrir samstarfið í vetur.

Afís

Afís fyrir A og B verður samkvæmt tímatöflu (allir sem hafa mætt fengu blað hjá Ivetu) er til og með 14 maí.

Pappír og skautabuxur

Halló núna erum við að fara í sumarfrí og langar mig að byðja þá sem vilja selja WC. pappír og/ eða eldhúsrúllur til fjáröflunnar v/ æfingabúða í sumar að gera það sem fyrst ( núna í mai mánuði) ..

Ég á enn til nokkrar Mondor skautabuxur svartar flís sem koma niður fyrir skautann, ef einhvern vantar fyrir æfingabúðirnar.

Allý - allyha@simnet.is - 8955804

Vorhátíð foreldrafélags hokkídeildar

Staður: Hamrar, ( hjá Tjaldsvæði Ak, rétt við Kjarnaskóg)

Stund: 1 mai, frá kl 13:30 til kl 15

Hverjum er boðið öllum yngri flokkum sem eru að æfa íshokkí hjá SA

Það sem framundan er

Síðasta ísæfingin búin og það sem framundan er 
  • Skráning í æfingabúðir
  • Áheitasöfnun
  • Maraþon
  • Uppskeruhátíð

Aðalfundur Skautafélagsins

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn í Skautahöllinni fimmtudaginn 19. maí kl. 19:30.  Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.