27.09.2011
Fífurnar og Svarta gengið með sigra. Tveimur leikjum frestað.
26.09.2011
Akureyrarmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 26. september. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.
22.09.2011
Aðalfundur Foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. september í fundarherberginu í Skautahöllinni. Allir foreldrar barna 16 ára og yngri eru hvattir til að mæta og setja mark sitt á stjórn og starf vetrarins.
21.09.2011
Lítið skyndimót fyrir A og B keppendur verður haldið miðvikudaginn 21. sept og hefst það klukkan 18:00.
05.09.2011
Þeir sem hafa áhuga á að panta félagsbúning listhlaupadeildar (skautapeysur og/eða skautabuxur úr flísefni frá 66°Norður) fyrir haustið geta haft samband við Jónu (jona@nordlenska.is) fyrir 15. september 2011.
03.09.2011
Frábær árangur í dag, óskum öllum stelpunum til hamingju með árangurinn í basic testunum!!!!
02.09.2011
Tímaplan basic testa má finna hér
31.08.2011
Nú býðst SÖNNUM ÁHUGA OG STUÐNINGSMÖNNUM að kaupa Árskort á 8000 kr. Þau gilda á alla heimaleiki í Deildarkeppni Meistaraflokka Karla og Kvenna, en þeir eru 16 hjá körlunum en 10 kvennamegin.
31.08.2011
Miðvikudaginn 31 ágúst ætlum við að ganga í hús og safna flöskum með krökkunum. Mæting er 16:45-17:30 inn í skautahöll þar sem þið skráið ykkur og fáið götur til að fara í. Mjög mikilvægt að mæta inn í höll til að skrá sig !