26.03.2017			
	
	Fjórða umferð mánudag 27. mars
 
	
		
		
		
			
					23.03.2017			
	
	SA Víkingar mæta Esju í kvöld í öðrum leik úrslitakeppninnar í íshokkí, leikurinn hefst kl 19.30. 
Esja vann fyrsta leikinn í framlengingu og leiðir einvígið 1-0. 
Mætum í rauðu og fyllum stúkuna og styðjum okkar menn til sigurs. 
Miðaverð 1500 kr.
 
	
		
		
			
					20.03.2017			
	
	Þriðja umferðin fer fram í kvöld. 
 
	
		
		
			
					19.03.2017			
	
	HM kvennar stendur yfir frá 18 - 26 mars
 
	
		
		
			
					18.03.2017			
	
	Lokað í dag laugardag vegna mótahalds !
 
	
		
		
		
			
					15.03.2017			
	
	Vetrarmót ÍSS verður haldið á Akureyri um helgina. LSA á 18 keppendur skráða til leiks.
 
	
		
		
		
			
					13.03.2017			
	
	Ísold Fönn tók þátt í Coupe Meyrioise Internationale skautakeppninni í Genf í síðustu viku og hafnaði þar í öðru sæti.
 
	
		
		
		
			
					11.03.2017			
	
	Úrslitin í meistaraflokki kvenna hófust í kvöld þegar liðin okkar, Ynjur og Ásynjur mættust í flottum hokkíleik hér á heimavelli beggja liða sem lauk með sigri Ynja, 6 - 4.   Þessi árangur félagsins að eiga bæði lið í úrslitum er einstakur.  Bæði lið báru höfuð og herðar yfir sunnanliðin í vetur og var það sérstaklega sætt þar sem engar lánsreglur voru í gildi og teflt var fram tveimur algerlega aðskildum liðum.  
Það sýnir mátt félagsins og megin að geta teflt fram tveimur liðum í þessum styrkleikaflokki og sýnir hve mikil uppbyggingin í kvennahokkí hefur raunverulega verið á síðustu árum, með hana Söruh Smiley, að öðrum ólöstuðum, í fararbroddi. 
Ásynjur hafa verið sterkari í vetur og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögum og þar með heimaleikjaréttinn (jeiii).  Ynjur hafa hins vegar farið vaxandi og sýndu í kvöld hvers þær eru megnugar.  Næsti leikur verður á þriðjudaginn kl. 19:30 og þá geta Ynjurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en það er næsta víst að Ásynjur munu ekki gefa hann eftir svo auðveldlega.  Hvernig sem allt fer, þá verður um háspennuleik að ræða.