SA - Fálkar í kvöld

Í kvöld kl 19:00 mætast kvennalið Skautafélags Akureyrar og Fálkanna frá Winnipeg. Nú mæta allir og styðja stelpurnar!

Fréttir af Svíþjóðarförum!

Helstu fréttir af Svíþjóðarförunum, Audrey, Sigrúnu, Guðnýju, Ingibjörgu, Telmu, Helgu, Birtu og Urði!
  • vaknað 4 að íslenskum tíma á hótel Björk í Reykjavík
  • lent í Stokkhómi rétt fyrir 13 að staðartíma
  • farið í smá leiðangur um svæðið
  • kíkt inn í skautahöll og ísinn prófaður
  • gekk vel hjá öllum en allir jafnframt sammála um að höllin okkar heima sé miklu fallegri!
  • farið í bæði heitan pott og sauna á hótelinu eftir æfingu og slakað vel á
  • farið í háttinn upp úr 22!
Svo hefst keppnin á morgun, föstudaginn 31. mars og keppa Birta, Urður, Helga, Telma, Ingibjörg og Sigrún á morgun milli 16 og 21 að staðartíma en Guðný keppir á laugardaginn og Audrey á bæði laugardag og sunnudag!

Fréttir af færð

Þungfært er víða á heiðum en ferð Fálkanna gengur vel.

Breyting á æfingastað sunnud. 2.apríl

Kæru iðkendur og forráðamenn!

Á sunnudaginn 2. apríl verða æfingar í íþróttasal Oddeyrarskóla ( gengið inn að vestan ) á venjulegum æfingatíma hvers flokks. Farið verður farið í bandí og einhver skemmtilegheit.   Kveðja.................Stjórnin

Breyttir æfingatímar hjá 1. og 2. flokki dagana 29. mars til 3. apríl!

Breyttar æfingar dagana 29. mars til 3. apríl hjá 1. og 2. flokki!
Einnig falla allar æfingar niður hjá öllum flokkum laugardaginn 1. apríl!

Páskaæfingar listhlaupadeildar!

Breytingar á æfingatímum í kringum páskana hjá öllum flokkum listhlaupadeildarinnar.  Nauðsynlegt er að allir kynni sér þessar breytingar (smellið á lesa meira)!

5., 6. og 7.fl.mót verður ekki 1. og 2. apríl

Barnamótið sem vera átti á vegum SRinga í Skautahöllinni í Laugardal verður ekki helgina 1. og 2. apríl eins og til stóð. Þeir eru að skoða hvort og þá hvenær þeir munu bjóða til barnamóts þetta keppnistímabil.

Fálkarnir koma norður

Á morgun þriðjudag koma Fálkarnir frá Winnipeg norður til Akureyrar.

Fálkarnir komnir til landsins

Kanadíska kvennaliðið sem ætlar að spila tvo leiki hér í Skautahöllinni á Akureyri nk. fimmtudag við SA og svoi við landsliðið á laugardag kom til landsins í gærmorgun. Liðið leikur hér undir merkjum Winnipeg Falcons.

U18 strákarnir komnir heim

Strákarnir í U18 liðinu eru komnir til landsins. Norðlenskir leikmenn liðsins koma með vél Flugfélagsins til Akuryerar núna milli kl. 18:00 og 19:00 (í dag 22.03.06)