Iðkendur í 4. 5. og 6. hóp sem fæddir eru 1996 og fyrr!

Ykkur er boðið í prufutíma í boltaþrek (Fit Pílates) upp á Bjargi hjá Hólmfríði nk. sunnudag milli 11:30 og 12:30. Þetta er kynningartími fyrir þá sem áhuga hafa á að nýta sér þessa tíma í vetur. Þetta verða "lokaðir" tímar, þ.e.a.s. tímarnir eru einungis fyrir okkur. Öllum er frjálst að fara í pottana að loknum tíma! Eftir prufutímann fá allir sem mæta skráningarblað sem þeir fara með heim til foreldra. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa tíma í vetur geta því skráð sig með því að skila Helgu þjálfara skráningarblaðinu með undirskrift foreldris. Hægt verður að skrá sig annað hvort í 3 eða 6 mánuði og er reiknað með að verð fyrir 3 mánuði verði um 3000 kr og fyrir 6 mánuði verði um 5000 kr. Tímarnir í vetur verða á fimmtudögum milli 19:30 og 20:30 (en ekki á sunnudögum eins og kynnt var á foreldrafundi sl. þriðjudag). Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við þessa tíma hafið samband við Helgu þjálfara: helgamargretclarke@gmail.com!

Bikarmót 4.fl. um næstu helgi

Í haust var ákveðið af ÍHÍ að bæta við Bikarmóti fyrir 5.-7. Flokk og 4. Flokk vegna mikils áhuga og áeggjan allra félaganna.  Nú um næstu helgi verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri FYRSTA BIKARMÓTið í 4.flokki.  Því miður ákváðu SRingar að taka ekki þátt í þessu móti og því munu þar verða tvö lið frá Birninum og eitt frá SA. Spilaðar verða tvær umferðir svo hvert lið mun spila 4 leiki. Bikar verður veittur fyrir 1. sætið og auðvitað slúttum við með PIZZA veislu í móts lok. Hægt er að skoða dagskránna hér. Einnig verður spilaður leikur í 2.fl. kl. 20,00 á laugardagskvöldið og þar eigast við SA og SR.  ÁFRAM SA  .......................

SA - SR, umfjöllun

Á laugardaginn mættust hinu fornu fjendur í Skautafélagi Akureyrar og Skautafélagi Reykjavíkur, í fyrstu viðureign liðanna í vetur.  Bæði lið höfðu unnið Björninn fyrr í vetur auk þess sem SR hafði gjörsigrað Narfa nokkrum dögum fyrr.

Foreldrafundur!

Minnum foreldra á foreldrafundinn á morgun, sjá nánari tímasetningar í extra-dagskránni eða á miða sem börn fengu með sér heim í síðustu viku.

Stórleikur um helgina!!

Stórleikur verður um helgina

DÓSASÖFNUN

Nú er komið að því, við ætlum að safna dósum mánudaginn 1. október frá kl. 18-19:45. Getið komið og náð ykkur í poka og götur inn á svell frá kl. 17:45 og byrjað að skila upp í endurvinnslu upp úr kl. 19. Munið að einungis þeir sem mæta og safna fá pening.         Foreldrafélagið.

Af ís byrjar í þessari viku!

Frá og með mánudeginum 24. september verða afístímar sem hér segir:
Sjá "lesa meira"

Kvennalið SA sigrar í fyrsta leik

Í gærkvöldi fór fram fyrsti leikur Íslandsmóts kvenna og fór leikurinn fram hér á Akureyri.   Enn eru liðin í deildinni aðeins tvö, Skautafélag Akureyrar og Björninn en þessi lið hafa keppt um titilinn síðan árið 1999.  Skautafélag Reykjavíkur tefldi fram liði  tímabilið 2002 – 2003 sem gæddi deildina nýju lífi en því miður tókst þeim ekki að halda úti liðinu lengur en í eitt tímabil.

Lið SA hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í fyrra og flestir lykileikmenn ennþá hjá liðinu, en helsta blóðtakan er brotthvarf Steinunnar Sigurgeirsdóttur.  Lið Bjarnarins hefur aftur á móti misst fleiri leikmenn s.s. Hönnu Heimisdóttur, hokkíkonu ársins 2006, Flosrúnu Vöku og Karítas markmann.
Sarah Smiley er áfram þjálfari SA liðsins auk þess sem hún kemur til með að leika með liðinu, en hún lék ekki með að þessu sinni þar sem leikheimild var ekki frágengin.

staðan í leiknum

staða þegar 2. lota er hálfnuð er 5 - 1  :   12 mín búnar af 3. lotu   staðan 7-1 :  leiknum er lokið með sigri SA 10 gegn 2

Narfaleikurinn í kvöld fellur niður

Leikurinn á milli Narfa og SA í mfl. karla sem átti að vera kl. 20.00 í kvöld VERÐUR EKKI þar sem Narfamenn töldu sig ekki eiga heimangegnt og gáfu því leikinn.  SJÁ frétt á ihi vefnum .  En munið samt að kvennaleikurinn SA - Björninn er kl. 17.00 og við hvetjum alla sanna áhugamenn um Hokkí að mæta og hvetja sitt lið.   ÁFRAM SA ...................