Karfan er tóm.
Sl. sunnudag var frábær mæting í prufutíma í bolta pílates. Eins og áður segir verða tímarnir á fimmtudögum milli 19:30 og 20:30 í vetur, þetta verða blandaðir tímar af bolta pílates og pallatímum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur skulu mæta 19:15 á Bjarg á fimmtudaginn 11. október (næsta fimmtudag) með 3000 kr. og skrá sig í anddyrinu hjá Allý, þetta verð miðast við tíma fram að áramótum, eftir áramót verður aftur skráning. Ef þið viljið vera með en af einhverjum ástæðum komist ekki í fyrsta tímann þá getið þið haft samband við Helgu þjálfara í síma 8214258 eða í emaili á helgamargretclarke@gmail.com.
Edea skautar nr: 235 eru til sölu. Skautarnir voru notaðir í ca 3 mánuði. Upplýsingar gefur Allý í síma 8955804
Á morgun föstudaginn 5.okt. frá kl: 16.30-17.30 verður hægt að máta og panta æfingabuxur, peysur og kaupa skautatöskur. Þetta er seinasti dagurinn.
kveðja Stjórnin
Vegna hokkímóts um næstu helgi verða örlitlar breytingar á æfingum. Það verða óbreyttar æfingar hjá 3. hóp yngri og eldri á laugardag en æfingar milli 8 og 11 á sunnudagsmorgun falla niður. Á sunnudagskvöldið verða æfingar sem hér segir:
4. hópur milli 17:10 og 18.20
5. hópur milli 18:20 og 19:40
6. hópur milli 19:40 og 21:00