U18 ára liðið hélt utan til Rúmeníu í gær

Tekið af vef ÍHÍ

kvennaliðið vs old boys

Landslið kvenna tapaði leik sínum gegn oldboys lokatölur 3-8. Leikurinn var liður í söfnun fyrir ferð þeirra til nýja sjálands sem verður farin á næstu dögum. Leikurinn var ágætis skemmtun á að horfa og höfðu bæði lið bara gaman af þessu. ÁFRAM ÍSLAND!!!

Ágætis afþreying

http://www.freeworldgroup.com/games/knock/index.html

Landliðskonur og Gulldrengir SA næsta Laugardag

Á Laugardaginn kl. 18.30 mun Kvennalandsliðið hans Denna taka Gulldrengi SA í kennslustund að hætti Dr.Hook í Skautahöllini á Akureyri. En svona að öllu gríni slepptu þá má eiga von á hörku góðri skemmtun og um leið er verið að styrkja stelpurnar til farinnar því að allur aðgangseyrir rennur til kvennalandsliðsins.

Staðan í Meistaraflokki

Eftir leiki Narfa og SR í meistaraflokki síðustu helgi hefur lokastaðan skýrst þó ekki hafi það farið hátt.

Kvennalandsliðið spilar æfingaleiki á Akureyri!

Í undirbúningi er leikur milli kvennalandsliðsins og gulldrengjanna úr SA. Þessi lið áttust við á laugardaginn var í skemmtilegum leik.

Af suðurferðum

Um síðustu helgi hittust Gulldrengir úr liðum SA SR og Bjarnarins og léku um Sveinsbikarinn.

Stanislav fækkar í hópnum

Stanislav Berger landsliðsþjálfari karlalandsliðsins var mað æfingabúðir á Akureyri um helgina, í gærkvöldi fækkaði hann í landsliðshópnum niður í 24 en endanlegur hópur verður 22 þannig að enn á eftir að fækka um 2 þeir verða teknir út u.þ.b. viku fyrir brottför

Breyting á æfingatíma 6., 7. flokks og skautaskóla

Vegna leiks í mfl.karla á sunnudagsmorguninn 13. mars færast æfingar 6.,7. og skautaskóla til kl.19.00 sama dag og 4. og 5. til kl. 20.00 .

hokkiveisla næstu helgi!!

Já nóg verður um hokki um komandi helgi. Því þá mætast Narfi og SR á Akureyri fyrri leikurinm kl 17:00 á laugardag og seinni leikurinn kl 10:00 á sunnudag . Old boys fara suður yfir heiðar og etja kappi við S.R. og Björninn um Sveinsbikarinn mikla, og loks verða landsliðsæfingar hjá karlalandsliðinu um helgina á akureyri. Þannig að nóg af hokki og hvetjum við áhugafólk um hokki að kíkja einhverjar hallirnar og skoði smá hokki. guð blessi ykkur og kviss kvam búmm!!