Karfan er tóm.
Nú er þremur leikjum lokið í úrslitakeppninni og spennan í hámarki. Við unnum fyrsta leikinn í Reykjavík en töpuðum svo illa hér heima s.l. laugardag. Staðan var því 1 – 1 fyrir þriðja leik úrslita sem háður var í gær í Höfuðborginni. Það er skemmst frá því að segja að um algjör hlutverkaskipti var að ræða frá síðasta leik hér fyrir norðan, og nú vorum það við sem höfðum töglin og hagldirnar frá upphafi til enda. Mörkin komu á færibandi í upphafi leiks og pökkurinn söng í netinu fyrir aftan Birgi Örn Sveinsson sem skipt var út með sólbrunninn hnakkann eftir 1. lotu. Staðan var 5 – 0 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja en næsta lota var öllu jafnari og lauk með jafntefli 1 – 1.
Leik lokið með sigri SR, 4-8. Staðan í einvíginu 1-1. Þriðji leikurinn í Reykjavík á laugardag, fjórði leikur á Akureyri á mánudag og fimmti leikur, ef þarf, í Reykjavík á miðvikudag.
Það var sætur sigur sem vannst á heimavelli Skautafélags Reykjavíkur í gærkvöldi í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2007. Það var á brattann að sækja fyrir okkur norðanmenn eftir að hafa tapaði í tvígang fyrir SR um nýliðna helgi og tapað þar með heimaleikjaréttinum.
Það var óheppilegt en ekki óyfirstíganlegt að geta ekki hafið keppnina á heimavelli en staðreynd málsins er sú að SA liðið hefur alltaf kunnað vel við sig í Laugadalnum og því var það ekki fyrirkvíðanlegt að hefja úrslitarimmuna þar – enda kom það á daginn.