Fundur um suðurferð í kvöld
21.02.2008
Fundur verður í skautahöllinni í kvöld klukkan átta í kvöld (21.febrúar) um keppnisferð A og B keppenda til Reykjavíkur helgina 29.febrúar - 2.mars. Áríðandi að allir mæti
Dagskrá Hringrásarmótsins sem haldið verður nú um helgina hér í Skautahöllinni á Akureyri fyrir yngstu hópa hokkí-iðkenda landsins er hægt að skoða hér. Dagskráin er birt með fyrirvara um villur eða breytingar. Þetta er stór viðburður í hokkídagskrá landans og af þessu tilefni koma 83 keppendur að sunnan frá Birninum og SR svo keppandafjöldi verður um 135 krakkar á aldrinum 11 ára og yngri.
Allar æfingar falla niður hjá listhlaupadeildinni á laugardag og sunnudagsmorgun vegna hokkímóts. Æfingar verða á sunnudagskvöldið sem hér segir:
3. hópur yngri og eldri mætir kl. 17:15-18:00
4. hópur mætir kl. 18:00-19:00
5. hópur mætir kl. 19:00-20:00
6. hópur mætir kl. 20:00-21:00