Íþróttamaður Ársins

Í gærkvöldi var Eiður Smári Guðjónssen kjörinn Íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand hótel Reykjavík.
Þar voru einnig heiðraðir íþróttamenn og konur sérsambanda og áttum við skautafólk okkar fulltrúa þar í glæsilegum hópi afreksmanna.

fréttin er tekin af vef ÍHÍ

Íslandsmeistarar 2003-2004!!

Afmælishóf ÍTA og ÍBA verður haldið í Íþróttahöllinni við Skólastíg n.k.l þriðjudag 28. des. og hefst það kl. 16:00. Við hvetjum alla iðkenndur sem urðu íslandsmeistarar að mæta í höllina og taka á móti viðurkenningu. ÁFRAM S.A.!!!

BJÖRNINN KÆRIR NARFA

Sá sorglegi atburður hefur átt sér stað nú í aðdraganda hátíðar ljóss, friðar og umburðarlyndis

BJÖRNINN KÆRIR NARFA
til dómstóls ÍSÍ.

-Fréttin er af vef Bjarnarins-

Jólahokki meistaraflokks!!

Já hið árlega aðfangadagshokki verður kl 13:00 á aðfangadag. S.A. menn hafa verið duglegir við þessa hefð og eru ekkert á leiðinni að rjúfa þessa hefð. Sjáumst á aðfangadag!!

Jólafrí og æfingar

Æfingar hjá listhlaupadeild!

Æfingar hjá 4.-7. flokki og gullflokki hefjast að nýju miðvikudaginn 5. janúar 2005.

Iveta kemur til okkar aftur 21. desember og hefjast jólaæfingarnar okkar fyrir 1.-3. flokk miðvikudaginn 22. desember.

3. flokkur mætir kl. 17-18

2. flokkur mætir kl. 18-19

1. flokkur mætir kl. 19-20

Á æfingunni fáið þið svo frekari tímatöflu!

U 20 Hópurinn valinn!!

Undir 20 ára landsliðið var á sinni síðustu æfingu fyrir jól í morgun í Egilshöll. Eftir æfinguna valdi þjálfari liðsins Owe Holmberg endanlegan leikmannahóp sem að fer til Mexíkó. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Ómar Smári Skúlason S.A. Aron Leví Stefánsson S.R. Varnarmenn: Birkir Árnason S.A. Patrik Eriksson Svíþjóð. Þórhallur Viðarsson S.R. Kári Valsson S.R. Elmar Magnússon S.A. Magnús Felix Tryggvason Björninn Ragnar Óskarsson Björninn Sóknarmenn: Úlfar Jón Andrésson S.R. Gauti Þormóðsson S.R. Jón Ingi Hallgrímsson S.A. Einar Valentine S.A. Daniel Eriksson Svíþjóð. Jón Ernst Ágústsson Björninn Sindri Már Björnsson S.R. Steinar Páll Veigarsson S.R. Guðmurndur Guðmundsson S.A. Sandri Gylfason S.R. Þorsteinn Björnsson S.R. Liðið heldur utan laugardaginn 8. janúar 2005 til keppni í Mexíkó ÁRFAM ÍSLAND!!!!

S.A. vann!!!

S.A. vann leikinn gegn S.R. 6-5 í laugardalnum í kvöld. Leikiurinn var ágætis skemmtun á að horfa, og var hann prúðmannlega spilaður að hálfu beggja liða. S.R. mættu þó hálf vængbrotnir til leiks því í liðið vantaði "´Tékkann", Trausta markmann, Bigga markmann. Í seinni part fyrstu lotu misstu þeir svo fyrirliðann Ingvar í meiðsli varð hann frá að hverfa. Í staðinn fyrir markmennina var ungur markmaður að nafni Aron notaður og stóð hann sig með prýði. S.A mætti með sitt sterkasta lið og þegar hugarfarið er rétt á ekkert lið í deildinni roð í lið S.A. Þeir sem skoruði fyrir S.A. voru, Bjössi með 3, Clark með 2, og Jan með 1. S.A. spilar næst í janúar og mun frétt koma um það þá:) ÁFRAM S.A.!!!!

Jólaopnun Skautahallar

Jóladagskrá í Skautahöllinni

Mánudagur 20. des fimmtudagsins

23. des er opið frá kl. 11 - 17

Aðfangadagur LOKAÐ

Jóladagur LOKAÐ

26. des, annan í jólum, opið frá kl. 13 - 17

Mánudaginn 27. des - fimmtudagsins

.

30. des er opið frá kl. 11 17

Gamlársdagur LOKAÐ

Nýársdagur LOKAÐ

Sunnud 2. jan opið frá 13 - 17

Mánudag 3. jan opið frá 11-15

S.A. vs S.R.

Laugardaginn 18 des. mun S.A. sækja S.R. heim og spila þar einn leik. S.A. mun mæta með fullt lið og heyrst hefur að enginn annar en Jón Ingi Hallgrímsson hafi flúið danaveldi til þess eins að spila þennan leik. S.R. munu mæta með hálf vængbrotið lið því Trausti markamaður ,"Tékkinn", Þórhallur verða í leikbanni og Biggi markverja er með flensu. Engu að síður er búist við hörkuleik og við mælum með að fólk mæti í laugardalinn kl 19:00 og sjái þennan leik. ÁFRAM S.A.!!!

Íshokkíkona og Íshokkímaður ársins

Íshokkísamband Íslands útnefndi í dag Önnu Sonju Ágústsdóttur og Jónas Breka Magnússon íshokkíkonu og íshokkímann ársins