S.A. vs S.R.

Laugardaginn 18 des. mun S.A. sækja S.R. heim og spila þar einn leik. S.A. mun mæta með fullt lið og heyrst hefur að enginn annar en Jón Ingi Hallgrímsson hafi flúið danaveldi til þess eins að spila þennan leik. S.R. munu mæta með hálf vængbrotið lið því Trausti markamaður ,"Tékkinn", Þórhallur verða í leikbanni og Biggi markverja er með flensu. Engu að síður er búist við hörkuleik og við mælum með að fólk mæti í laugardalinn kl 19:00 og sjái þennan leik. ÁFRAM S.A.!!!