S.A. vann!!!

S.A. vann leikinn gegn S.R. 6-5 í laugardalnum í kvöld. Leikiurinn var ágætis skemmtun á að horfa, og var hann prúðmannlega spilaður að hálfu beggja liða. S.R. mættu þó hálf vængbrotnir til leiks því í liðið vantaði "´Tékkann", Trausta markmann, Bigga markmann. Í seinni part fyrstu lotu misstu þeir svo fyrirliðann Ingvar í meiðsli varð hann frá að hverfa. Í staðinn fyrir markmennina var ungur markmaður að nafni Aron notaður og stóð hann sig með prýði. S.A mætti með sitt sterkasta lið og þegar hugarfarið er rétt á ekkert lið í deildinni roð í lið S.A. Þeir sem skoruði fyrir S.A. voru, Bjössi með 3, Clark með 2, og Jan með 1. S.A. spilar næst í janúar og mun frétt koma um það þá:) ÁFRAM S.A.!!!!