Tap í fyrsta leik í úrslitum
SA tapaði 5:6 fyrir SR í gærkvöldi. Sjá umfjöllun http://ihi.is/?webID=1&i=2&a=read_artical&id=2632
SA tapaði 5:6 fyrir SR í gærkvöldi. Sjá umfjöllun http://ihi.is/?webID=1&i=2&a=read_artical&id=2632
Point dansstúíó eru í páskafríi frá 5. til 18 apríl og taka sér frí frá skauta kennslunni einnig.
Þetta eru þá 2 tímar sem falla niður, 9. og 16. apríl.
Já gott fólk stundin er runnin upp. 1 leikur í úrslitum hefst í dag kl 17:00. S.A. menn hafa verið að æfa af krafti síðustu daga bæði andlega og líkamlega, og bíða leikmenn spenntir eftir að fá að taka á s.r.-ingum. Ekki eru nein meiðsli að hrjá S.A. en þeir munu spila án Rúnars A.k.a Lurkurinn, A.k.a Rúnar Eff, en nóg er af leikmönnum til að fylla í skarðið. Ekki er vitað annað en að s.r. mætir með sitt lið.....nóg um það.
Við hvetjum ALLA að MÆTA og styðja sitt lið.
ÁFRAM S.A. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
LÍTILL BANGSI
Enn er í óskilum eftir síðustu Reykjavíkur ferð lítill ljós bangsi í rauðum fötum, þú sem fékst hann á svellið ert beðin að ná í hann til mín ef þú villt hann..
KV. Allý, s- 8955804
Dregið verður um keppnisröð fyrir Akureyrarmótið þriðjudaginn 24. mars kl 18:30 í félagsherbergi Skautahallarinnar.
Hvetjum alla keppendur til að koma og draga.
Mótstjóri.
Einsog margir vita þá voru U18 að keppa í HM 3 deildar. Keppninn er þannig að aðeins eitt lið í 3 deild kemst upp í 2 deild, en úr 2 deild fara 2 lið upp í 1 deild.
Til að gera langa sögu stutta þá burstaði U18 þessa keppni og unnu flesta leiki með tveggja stafa tölu og þar af leiðandi urðu þeir heimsmeistarar 3 deildar. Skautafélag Akureyrar átti nokkra snillinga þarna og þeir eru.
Andri Freyr Sverrisson, Ingólfur Eliasson, Gunnar Darri Sigurðsson. Jóhann Leifsson, Hilmar Leifsson og Hilmir Guðmundsson.
Til hamingju strákar!!!
Neðst í valmyndinni til vinstri er að finna tengil með upplýsingum um þær æfingabúðir sem í boði verða í sumar. Mikilvægt er að skoða þetta núna þar sem skráning er hafin í ÍSS búðirnar og einnig stutt í skráningardag Slóvakíubúðanna. Ef eitthvað er óljóst eða ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við Helgu Margréti yfirþjálfara með tölvupósti!
Í sumar verða haldnar æfingabúðir í Slóvakíu 4. - 11. júlí sem okkur hefur boðist að taka þátt í. Þessar æfingabúðir eru í boði fyrir alla A og B keppendur og lengra komna C skautara. Þessar æfingabúðir eru með svipuðu sniði og æfingabúðirnar okkar hér heima og mun Iveta ásamt öðrum erlendum þjálfara þjálfa þar. Kostnaður er ekki alveg klár þar sem ekki er vitað hvað flug kostar en æfingabúðirnar ásamt gistingu og fullu fæði eru í kringum 40.000 ISK, við getum reiknað með um 20-30 þús í viðbót fyrir ferðakostnaði. Nú þegar eru nokkrir búnir að sýna áhuga. Helga Margrét yfirþjálfari fer með hópnum ásamt 1-2 foreldrum en öll skipulagning verður gerð í sameiningu milli þeirra sem fara. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum æfingabúðum í Slóvakíu skulu senda Helgu Margréti yfirþjálfara póst á helgamargretclarke@gmail.com fyrir 1. apríl 2009 því skráning þarf að berast út í apríl. Við viljum samt minna á að æfingabúðirnar "okkar" hér á Akureyri verða líka 4. - 28. ágúst sem og æfingabúðir ÍSS (sjá frétt á undan). Undir "lesa meira" eru frekari upplýsingar varðandi æfingabúðirnar.