Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA í júní

Í júní bíður SA uppá skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir öll börn fædd 2019-2015 daganna 10. - 20. júní Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Skráning á námskeið: https://www.abler.io/shop/sa/almennt

Aðalfundur íshokkídeildar fór fram í gærkvöld

Aðalfundur íshokkídeildar fór fram í gærkvöld í félagssalnum í Skautahöllinni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar á liðnum vetri, skýrsla um rekstur og kosning nýrrar stjórnar. Í skýrslu íshokkídeildarinnar um starfsemi tímabilsins kom meðal annars fram að fjöldi iðkenda 18 ára og yngri væru nú um 250 talsins en yfir 60 nýir iðkendur bættust við í vetur. Yngstu aldursflokkarnir eru fullsetnir svo ekki hefur verið unnt að auglýsa né halda og námskeið fyrir nýja iðkendur frá því í haust en Sarah Smiley var yfirþjálfari yngri flokka í vetur. Íþróttaárangurinn á tímabilinu var góður þar sem Íslandsmeistaratitlar unnust í meistaraflokki karla, í U18 og U16 en Sheldons Reasbecks var yfirþjálfari þessara flokka. Þetta var fyrsta heila tímabilið með nýju æfingar- og félagsaðstöðunni en hún hefur lyft faglegu starfi deildarinnar í nýjar hæðir og er algjör bylting fyrir starfsemi deildarinnar. Iðkendur, þjálfarar, stjórnar- og starfsfólk allir tók þátt í fræðslu í vetur ásamt fulltrúum annarra deilda félagsins um fordóma og samskipti og iðkendur útbjuggu samskiptasáttmála fyrir félagið. Starf foreldrafélag SA var öflugt að vanda og er áfram einn af hornsteinum hins öfluga barna- og unglingastarfs deildarinnar. Viðsnúningur varð á rekstri deildarinnar árið 2024 en rekstrarhagnaður var rúmar 5 milljónir þar sem stærstu breytingarnar voru að ársmiðasala, æfingagjöld og styrkir jukust á milli ára.

Íslenska karlalandsliðið með silfurverðlaun í Nýja-Sjálandi

Íslenska karlalandsliðið vann til silfurverðlauna í II Deild B í dag þegar liðið lagði heimaliðið Nýja-Sjáland örugglega 5-1 í síðasta leik mótsins. Ljóst var fyrir leikinn að hvorugt liðið ætti möguleika á að fara upp um deild þar sem Georgía kláraði sinn síðasta leik með sigri og var þá búið að sigra alla sína leiki í mótinu og leikur Íslands og Nýja-Sjálands var því úrslitaleikur um silfrið. Ísland fékk draumabyrjun í leiknum en Unnar Rúnarson skoraði frábært mark úr á 3 mínútu leiksins og kom Íslandi á bragðið en liðið bætti við þremur mörkum áður en lotan var úti. Nýja-Sjáland var mikið í refsiboxinu það sem eftir lifði leiks og var aldrei líklegt til þess að koma til baka og Ísland sigldi silfrinu örugglega heim en á meðal markaskorara voru SA Víkingarnir Jóhann Már Leifsson og Halldór Skúlason en Unnar bætti einnig við öðru marki í leiknum. Unnar var að leik loknum valinn besti maður leiksins en einnig besti leikmaður Íslands í mótinu. Unnar var markahæsti leikmaður mótsins ásamt Georgíu manninum Artem Kurbatov báðir með 6 mörk en þess að auk var Unnar með 4 stoðsendingar. Jóhann Már Leifsson var næst stigahæsti leikmaður Íslands í mótinu með 3 mörk og 9 stig. Við óskum drengjunum okkar og starfsliðinu öllu til hamingju með silfrið og óskum þeim góðrar ferðar heim frá Nýja-Sjálandi.

Úrslitaleikur fyrir strákana okkar í fyrramálið

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sem keppir nú á Heimsmeistaramótinu í Nýja Sjálandi vann 6-3 sigur á Thaílandi í nótt og hefur nú unnið 3 á 4 leikjum sínum í mótinu. Liðið á nú aðeins eftir einn leik en það er úrslitaleikur fyrir liðið en liðið mætir heimaliðinu Nýja Sjálandi í fyrramálið þar sem sigur getur þýtt gull eða silfur. Bæði lið eru með 9 stig eftir 4 leiki en Georgía situr í efsta sætinu með 11 stig fyrir síðasta keppnisdaginn. Ísland er búið að tryggja sér verðlaunasæti í mótinu en með sigri tryggir Ísland sér í minnsta lagi silfur og eigir þá einnig möguleika á gullinu og að fara upp um deild ef Georgía misstígur sig á sama tíma gegn Thaílandi.

Aðalfundur aðalstjórnar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 15. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 15. maí kl. 20.00 í félagssal Skautahallarinnar. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta en allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins. Dagskrá aðalfundar fer eftir lögum félagsins: 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari 2. Aðalstjórn gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári. 3. Aðalstjórn gefur skýrslu um fjárhag félagsins í heild og leggur fram endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild, svo og sjóða í vörslu félagsins. 4. Fjárhagsáætlun næsta árs. Árgjöld félagsins. 5. Tillögur sem borist hafa teknar til athugunar. 6. Tillögur um lagabreytingar 7. Kosin aðalstjórn félagsins 8. Önnur mál er fram kunna að koma

Aðalfundir íshokkídeildar, listskautadeildar og krulludeildar dagana 12.-14. maí

Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins daganna 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar. Tímasetningar aðalfunda: Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00 Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00 Listskautadeild miðvikudaginn 14.m maí kl. 20:00

IceCup2025 mótið hafið

Krullumótið IceCup 2025 er nú hafið í Skautahöllinni en 25 ár eru liðin frá fyrsta IceCup mótinu.  Það eru 24 lið í mótinu í ár þar af 18 erlend lið og keppendur frá 16 mismunandi löndum en uppselt var í mótið með meira en árs fyrirvara. Setning mótsins fór fram í flugsafninu í gærkvöld en leikirnir hófsut svo kl. 9 í morgun og munu standa yfir fram á laugardagskvöld. Það er einnig þétt dagskrá hjá keppendum utan ís með kvöldskemmtunum sem enda svo með veglegu lokahófi á laugardagskvöld. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og öðrum veitingum á 2. hæðinni.

Íslenska karlalandsliðið með öruggan sigur gegn Búlgaríu

Íslenska karlalansliðið í íshokkí vann Búlgaríu örugglega 8-4 í nótt í öðrum leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í 2. Deild B sem fer fram í Dunedin í Nýja-Sjálandi. Ísland skoraði 5 mörk í fyrstu lotunni gegn einu marki Búlgaríu og lögðu þar með grunnin að sigrinum. SA drengirnir okkar voru öflugir í markaskorun í leiknum en Unnar Rúnarson og Hafþór Sigrúnarson skoruðu báðir 2 mörk og Uni Blöndal og Jóhann Leifsson sitthvort markið. Íslenska liðið mætir næst Taívan en leikurinn fer fram á kl. 01:00 á aðfaranótt fimmtudags á íslenskum tíma en allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu í streymisveitu alþjóða íshokkísambandsins.

Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur á síðasta vetrardegi

Á síðasta vetrardegi þann 23. apríl var úthlutað í fyrsta skipti úr nýstofnuðum minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur, fyrrum skautara og síðar þjálfara hjá listskautadeildinni, sem lést af slysförum síðasta vetrardag fyrir ári síðan. Móðir Evu Bjargar, Vilborg Þórarinsdóttir fyrrum formaður listskautadeildarinnar, stofnaði Minningarsjóðinn og ákvað stjórn sjóðsins að veita tveim ungum skauturum styrk í ár sem hafa sýnt miklar framfarir á tímabilinu og eru að stefna að því að vinna sig upp á afreksstig. Í ár fengu þær Helga Mey Jóhannsdóttir og Ronja Valgý Baldursdóttir, sem í ár hafa keppt í Basic Novice. Stjórn sjóðsins óskar stelpunum til hamingju með styrkinn og vonar að styrkurinn komi að góðum notum í áframhaldandi skautaiðkun og að þær nái öllum þeim markmiðum sem þær setja sér í framtíðinni

SA Víkingar Íslandsmeistarar í U18 - og SA Jötnar í 2. sæti

Í gærkvöldi fór fram síðasti leikur SA liðanna Jötna og Víkinga í Íslandsmóti U18. SA teflir fram tveimur liðum í þessum aldursflokki og liðin röðuðu sér í tvö efstu sætin eftir fádæma yfirburði í vetur. SA Víkingar fengu afhentan bikarinn eftir leik og bæði lið stilltu sér upp í myndatöku í leikslok. Það er til marks um öflugt barna- og unglingastarf að geta teflt fram tveimur öflugum liðum í U18 og taka tvö efstu sætin einnig. U18 landsliðin voru einnig að meirihluta skipuð okkar fólki, í karlaliðinu voru 15 af 20 leikmönnum frá SA og í kvennaliðinu 14 af 20. Áfram SA!