29.03.2010
Í dag er réttur mánuður þangað til Ice Cup hefst. Skráningarfrestur er til 15. apríl. Krullufólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulagningu. Margir "opnir" tímar í apríl en ekkert mót fram að Ice Cup.
28.03.2010
Mammútar unnu Garpa í úrslitaleik Íslandsmótsins, Víkingar unnu Fífurnar í leik um bronsið.
27.03.2010
Mammútar unnu undanúrslitaleikinn gegn Fífunum og leika gegn Görpum um Íslandsmeistaratitilinn.
27.03.2010
Garpar unnu slaginn gegn Mammútum og fara beint í úrslitaleikinn. Fífurnar unnu Víkinga.
27.03.2010
Úrslitaleikir Íslandsmótsins í krullu fara fram í Skautahöllinni á Akureyri í dag og hefjast kl. 16.30.
26.03.2010
Um helgina verður keppt til úrslita um Íslandsmeistaratitil í krullu - Wallace-bikarinn, sem gefinn var Íslendingum af Tom og Sophie Wallace í Seattle í Bandaríkjunum. Þessir frumkvöðlar að upptöku krulluíþróttarinnar á Íslandi eru báðir látnir, Sophie lést síðastliðið sumar í hárri elli. Keppt er í níunda sinn um þennan bikar.
26.03.2010
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2010 hefst í kvöld, föstudagskvöldið 26. mars, kl. 22 í Skautahöllinni á Akureyri.
22.03.2010
Lokaumferðin í deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu fór fram í kvöld. Mammútar eru deildarmeistarar annað árið í röð. Garpar, Víkingar og Fífurnar fylgja þeim í úrslitin.
22.03.2010
Fyrsta Íslandsmótið í krullu hófst á Akureyri 11. febrúar 2002. Þegar mótinu 2010 lýkur verða leikirnir samtals orðnir 344. Sigurgeir Haraldsson hefur oftast alls krullufólks orðið Íslandsmeistari.
22.03.2010
Fjórtánda umferð Íslandsmótsins, lokaumferð deildarkeppninnar, fer fram í kvöld.