Æfingar!

Allar æfingar falla niður á morgun 1. maí!  En æfingar verða á þriðjudaginn í staðinn og verður tímataflan sem hér segir:

3. flokkur S og H milli 15 og 16
2. flokkur milli 16 og 17
1. og M flokkur milli 17 og 18

Vegna æfinga næstu daga!

Við viljum vekja athygli foreldra og iðkenda á því að til að fjármagna maíæfingar er svellið til útleigu fyrir hópa.  Leigan getur verið bókuð með mjög litlum fyrirvara og verðum við að vera mjög sveigjanleg með æfingar.  Komið getur til þess að æfingatímum verði breytt með litlum fyrirvara og jafnvel getur það komið upp að ísæfingar falli niður en þá verður í staðinn boðið upp á af ís.  Þess vegna er mikilvægt að allir iðkendur komi alltaf á æfingar með það í huga að það gæti verið af ís, þannig að allir verða ALLTAF að mæta með bæði föt til að æfa í á ís og líka af ís!  Við munum að öllum líkindum hafa svellið til 10. maí!!
Munið eftir því að fara reglulega inná heimsíðuna til að fá upplýsingar um æfingar, það verður mikið um breytingar og oft með mjög stuttum fyrirvara!

Drög að tímatöflu næstu daga!

Hér eru drög að tímatöflu yfir fyrirhugaðar æfingar næstu daga og við minnum jafnframt á það að fylgjast vel með breytingum hér á síðunni!

Breyting á æfingatíma á morgun!

Á morgun mætir 2. flokkur, 1. og M flokkur saman á af ís fyrir framan skautahöllina milli 16 og 17!  Látið þetta berast til allra! 

Síðasti æfingadagur

Krakkar munið síðustu æfingar í dag.

Æfingar hjá 4. flokki!

Nú er skautatímabilinu hjá 4. flokki a, b og c lokið í bili!  Við viljum þakka börnunum fyrir skemmtilegan vetur og vonumst eftir að sjá sem flesta og helst alla á næsta skautatímabili.

Kveðja frá Helgu, Audrey, Ástu, Heiðu, Eriku og stjórn listhlaupadeildarinnar!

Afísæfingar!

Á miðvikudaginn 26. apríl hefjast afísæfingar á planinu fyrir utan skautahöllina.  Það verða engar ísæfingar fram á sunnudag.  Allir verða að koma í góðum íþróttafötum og í góðum íþróttaskóm á afísæfingarnar.  Ekki má gleyma að koma með sippuband! Við viljum einnig benda iðkendum á að við höfum ekki aðgang að skautahöllinni þessa daga, þannig að æfingarnar verða eingöngu utandyra!!

Undir liðnum "lesa meira" er tímataflan þessa daga!

Engar æfingar hjá 1. flokki!

Æfing hjá 1. flokki fellur niður sunnudaginn 23. apríl!

Æfingar næstu daga!

Mánudagurinn 24. apríl

15-16: 2. flokkur (afís milli 16 og 17)

16-17: 1. flokkur

17-18: M flokkur

18-19: 3. flokkur S og H

 

Þriðjudagur 25. apríl

15-16: M og 1. flokkur (afís milli 16 og 17)

Frá miðvikudegi fram á sunnudag verða afísæfingar og koma þær bráðlega inn á síðuna!

Lokun Skautahallar

Til að fyrirbyggja allan misskilning verður Skautahöllin lokuð og engar æfingar frá og með miðvikudeginum 26. apríl til og með sunnudeginum 30. apríl. Höllin opnar aftur til æfinga kl. 17. á sunnudag.