Úrskurðir frá Aganefnd

Sjá vef ÍHÍ

S.R. vs S.A. 3 leikur.

Nú er að duga eða drepast fyrir Skautafelag Akureyrar. Í kvöld verður 3 leikurinn í úrslitunum háður og hefst hann kl 20:00 í Hilmarshúsi. S.R. leiðir úrslitin með 2 sigra og þurfa því 1 sigur í viðbót til að hampa Íslandsmeistaratitli. En ekki skal vanmeta S.A. við höfum lent í svona stöðu áður og unnið á lokasprettinum. Við vonum að allir Akureyringar sunnan heiða mæti og styðji sitt lið ÁFRAM S.A.!!!!!

Páskatímatafla!

Minnum á að páskatímataflan tekur gildi frá og með mánudeginum 10. apríl!

Enginn afís hjá M flokki í kvöld!

Það verður enginn af-ís í kvöld 7. apríl hjá M flokki!

Einnig er nauðsynlegt að allir skoði páskatímatöfluna sem tekur gildi á mánudaginn nk.  Það er enginn af ís merktur inn á en honum verður bætt við bráðlega!

SA tapaði fyrir SR í kvöld 4 : 7

Leikurinn var nokkuð spennandi lengst af. Úrslit í lotum voru (1-2)(2-2)(1-3).

Akureyrarmót

Sýningar

Á Akureyrarmótinu er fjórði flokkur með sýningar.

Fjórði flokkur A sýnir kl. 17:10

Fjórði flokkur B sýnir kl. 18:35

Fjórði flokkur C sýnir kl. 18:45

Úrslit á Akureyrarmóti 2006

Rétt í þessu var Akureyrarmótinu okkar að ljúka.  Gekk mótið frábærlega vel og stóðu allir sig vel, jafnt keppendur og þeir sem sýndu!

Undir "lesa meira" eru úrslitin!

Leikur númer 2 í úrslitum

Á morgun Fimmtudag kl.20,00 verður 2. leikurinn í úrslitakeppni meistaraflokks karla hér í Skautahöllinni á Akureyri. Nú er áríðandi að allir stuðningsmenn mæti og hvetji sína menn.

5., 6. og 7.flokks mót í Laugardal 8. og 9. apríl

Vegna ferðar til Rvk. næstu helgi verðum við í Skautahöllinni (fundarherbergi) miðvikudaginn 5. apríl  frá kl. 20:00-21:00.  og tökum á móti greiðslu sem er kr. 9.500,-  pr. ferð. Þeir sem eiga inneign í sjóð geta látið það ganga upp í greiðslu. Ath. ekki er hægt að greiða með korti.  Einnig munum við afhenda lista yfir það sem þarf að hafa með. Allar nánari upplýsingar veittar við greiðslu.  Smelltu hér til að skoða dagskrá mótsins

Til upplýsingar fyrir OldBoys

Á morgun miðvikudag er Listhlaupið með mót til ca: 21,00 og þá fær meistaraflokkur að fara á svellið í ca. 30 mín. með góðfúslegu leyfi OldBoys manna og gæti æfing OldBoysara því dregist framundir kl. 22,00