Næringarfræðingur í heimsókn

Öllum iðkenndum og ekki síður foreldrum í Skautafélaginu er boðið á næringar fyrirlestur hjá Fríðu Rún Þórðardóttur sunnudaginn 7. september kl 15.30 á 4.hæð í Rósenborg, áður Barnaskólinn á Akureyri.

Taka 2

Önnur Krulluæfing vetrarins í kvöld.

Pabbahokkí og nýliðanámskeið

Íshokkí kennsla fyrir byrjendur og þá sem ekki hafa stigið á ísinn lengi. Farið verður í grunntækni og spilað hokkí alla miðvikudaga í september kl 21.10-22.10.

Fyrsta æfing

Fyrsta krulluæfing vetrarins verður í kvöld, 25. ágúst

Líf í Skautahöllinni

Skautamaraþon listhlaupadeildar hófst í dag og á morgun stendur Tim Brithen yfirlandsliðsþjálfari ÍHÍ fyrir ásstandskoðun á leikmönnum landsliða í íshokkí.

Æfingar hefjast í dag

Þá hefst loks fjörið en fyrstu æfingar vertíðarinnar verða hjá lishlaupadeild samkvæmt tímatöflum í dag og á morgun hjá íshokkídeildinni. Starfsmenn hússins hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga við að byggja upp ísinn og hann er orðinn nægilega þykkur til æfinga en iðkenndur listhlaups og íshokkí tóku léttar general prufur á ísnum í gær og ísinn stóðst prófið. Þó er enn mikið verk fyrir höndum við að fá ísinn eins góðann og við þekkjum hann þar sem platann hefur afmyndast mikið síðastliðin ár og þarf því að byggja heilmikið upp af ís víða þar sem hæðarmunnur í plötunni frá hæsta til lægsta punkts er um 15 cm.

SKAUTATÖSKUR

Nú þegar skautaæfingar byrja er gott

Merkingar á krullubrautum

Á morgun, laugardaginn 16. ágúst kl. 10.00, óskar Krulludeildin eftir því að fá krullufólk inn í Skautahöll til að aðstoða við merkingar á krullubrautunum þannig að áfram verði hægt að byggja upp svellið og gera það klárt fyrir opnun.

Skráning er hafin

Breytingar á íshokkívelli

Í maí á þessu ári samþykkti Alþjóða Íshokkísambandið breytingu á reglugerð er varðar staðsetningu bláu línanna á keppnisvelli í íshokkí. Breytingarnar felast í því að sóknar- og varnarsvæðin eru stækkuð um 1,5 m hvort. Við það styttist "nutralsvæðið" um heila 3 m eða um 87 m² hjá okkur sem erum með svellið 29 m² á breidd.