Breytt röðun í búningsklefa á æfingadögum hokkídeildar

Vegna ábendingar um þrengsli á tilteknum tímum hefur niðurröðun í búningsklefa á þriðjudögum og fimmtudögum verið breytt í samráði við yfirþjálfara.

Fálkar fóru með öll stigin

Fálkar hirtu öll stigin þegar þeir komu í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í gærkvöldi og mættu Jötnum. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 2-3 (0-2, 2-1, 0-0).

Akureyrarmótið: Mammútar með fullt hús

Lið Mammúta er Akureyrarmeistari í krullu og fór taplaust í gegnum mótið. Ice Hunt tryggði sér annað sætið. Eftir er að leika einn frestaðan leik.

Breyting, ALLIR HÓPAR geta selt, pantið fyrir miðvikud. 6. nóv.

Jólin nálgast, góður sölutími núna.

Jötnar og Fálkar mætast í kvöld

Í kvöld kl. 19.30 mætast Jötnar og Fálkar á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri.

Fimm gullverðlaun á Bikarmóti ÍSS

Þær Pálína Höskuldsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir og Kolfinna Ýr Birgisdóttir unnu sína flokka í Bikarmóti ÍSS um helgina. SA-stelpur náðu sér í alls átta verðlaun.

Akureyrarmótið í krullu, 5. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 28. október, fer fram lokaumferð Akureyrarmótsins í krullu.

Markaskortur í Egilshöllinni

Björninn sigraði Víkinga í leik liðanna í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí á laugardag. Lokatölur urðu 5-1. Tíu mínútna kafli í þriðja leikhluta þar sem Víkingar voru 1-2 fleiri dugði þeim ekki til að skora. Þriðji flokkur vann einn leik af fjórum á helgarmóti í Laugardalnum.

Bikarmót í listhlaupi um helgina

Dagana 25.-27. október fer Bikarmót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum fram í Skautahöllinni á Akureyri. Hátt í 70 keppendur, 13 frá SA. Allar morgunæfingar í listhlaupi og íshokkí falla niður á laugardag og sunnudag. Breyting verður á almenningstímum báða dagana.

Akureyrarmótið í krullu: Mammútar öruggir

Með sigri á Freyjum tryggðu Mammútar sér Akureyrarmeistaratitilinn í krullu 2013 þó svo að ein umferð sé eftir af mótinu.