Akureyrarmótið í krullu: Mammútar öruggir

Mynd: Ásgrímur Ágústsson, Ice Cup 2013
Mynd: Ásgrímur Ágústsson, Ice Cup 2013

Með sigri á Freyjum tryggðu Mammútar sér Akureyrarmeistaratitilinn í krullu 2013 þó svo að ein umferð sé eftir af mótinu.

Úrslit gærkvöldsins:
Freyjur - Mammútar 3-11
Víkingar - Garpar 2-12

Staðan er nú þannig að Mammútar hafa þrjá vinninga og eiga einn leik eftir, Ice Hunt er með tvo vinninga og á einnig einn leik eftir og Freyjur eru með einn vinning og eiga tvo leiki eftir (frestaður leikur gegn Görpum). Þó svo annað þessara liða, Ice Hunt eða Freyjur, myndu ná Mammútum þá dygði það ekki til því Mammútar hafa þegar unnið bæði þessi lið og myndu raðast ofar á innbyrðis viðureign. Garpar og Víkingar geta hins vegar ekki náð Mammútum.

Þar sem ekki verður hægt að leika frestaðan leik Garpa og Freyja annað kvöld til að klára það af fyrir lokaumferðina og ekki hægt að fresta lokaumferðinni um viku vegna fjarveru Ice Hunt, verður mótið klárað svona:

Mánudagur 28. október: Lokaumferðin leikin
Mánudagur 4. nóvember: Frestaður leikur Garpa og Freyja. Það þýðir að upphaf Gimli Cup mun frestast um viku, nema að Garpar og Freyjur geti bæði spilað miðvikudagskvöldið 30. október.

Öll úrslit og leikjadagskrá (excel-skjal)