Akureyrarmótið: Mammútar með fullt hús

Mynd: HI (2012)
Mynd: HI (2012)


Lið Mammúta er Akureyrarmeistari í krullu og fór taplaust í gegnum mótið. Ice Hunt tryggði sér annað sætið. Eftir er að leika einn frestaðan leik.

Í fimmtu umferðinni í gærkvöldi sigruðu Mammútar lið Víkinga, 10-9. Mammútar komust reyndar í 10-1 eftir fjórar umferðir, en Víkingar söxuðu jafnt og þétt á það forskot. Þeir náðu þó ekki alla leið og munurinn eitt stig þegar upp var staðið. 

Ice Hunt tryggði sér silfrið með sigri á Freyjum. Svipað var uppi á teningnum þar. Ice Hunt komst í 8-1, en Freyjur minnkuðu muninn í 8-6. Ice Hunt vann hins vegar tvær síðustu umferðirnar og munurinn 6 stig þegar upp var staðið. 

Einum leik er ólokið, en ekki er endanlega staðfest hvenær hann verður leikinn. Það er leikur Garpa og Freyja, en þessi lið berjast um bronsverðlaunin. 

Öll úrslit (excel)