Breytt röðun í búningsklefa á æfingadögum hokkídeildar

Vegna ábendingar um þrengsli á tilteknum tímum hefur niðurröðun í búningsklefa á þriðjudögum og fimmtudögum verið breytt í samráði við yfirþjálfara.

Á ákveðnum tímum er mikilvægt að iðkendur, ungir sem gamlir, nýti plássið í klefunum af skynsemi og hafi töskur og búnað snyrtilega raðað þannig að auðveldara sé fyrir fleiri að nýta rýmið.

Breytt niðurröðun verður hengd upp á klefahurðirnar, en hér má einnig sjá myndir sem sýnir niðurröðunina. Fyrri myndin sýnir það sem gildir venjulega, en síðan er breytt um röðun þegar leikir eru í höllinni á þriðjudagskvöldum.