Innihaldslýsingar!

Allir þeir iðkendur nema keppendur í 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C eiga að skila inn innihaldslýsingum af prógrömmunum sínum.  Þar eiga að koma fram öll "element" þ.e.a.s. öll stökk, pírúettar, sporasamsetning og vogarsamsetning í réttri röð.  Vil ég biðja alla iðkendur sem eru komnir með prógröm að skila innihaldslýsingum til mín með e-maili fyrir miðvikudag.  Þeir sem eru ekki komnir með prógröm skila innihaldslýsingum um leið og prógram er tilbúið.  Hér fyrir neðan í "lesa meira" er dæmi um hvernig á að skrifa innihaldslýsingar! Það er nauðsynlegt að allir skili þessu inn sem fyrst annars getur keppandi ekki tekið þátt í keppni!!  Vinsamlegast sendið innihaldslýsingarnar á helgamargret@internet.is (líka þeir sem búnir voru að skila inn handskrifuðum innihaldslýsingum).

Foreldrafélagsfundur

Mánudaginn 9. október kl: 20:00 verður fundur hjá foreldrafélagi Listhlaupadeildar. Gaman væri að sjá sem flesta mæta.

Félagaskipti.

Meistaraflokkur S.A. heldur áfram að "hlaða" á sig íslenskum stórstjörnum, í dag var óskað eftir félagaskiptum fyrir nokkra leikmenn og eru þeir ekki af verri endanum. En þetta eru þeir....

Aðalfundur Foreldrafélags

Aðalfundur foreldrafélags hokkídeildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 5. október næstkomandi í Skautahöllinni

Búið að gefa út mótaskrá fyrir tímabilið

Í hádeginu gaf mótanefnd út dagskrá vetrarins.........

Forvarnardagur

TAKTU ÞÁTT - hvert ár skiptir máli
 
Í dag 28. september er haldið upp á Forvarnardag í öllum grunnskólum landsins. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf og bíða með að hefja áfengisneyslu eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.
 
Mikil dagskrá hefur verið kringum verkefnið og má helst að nefna - auk dagsins í dag í skólunum - Kastljósið í kvöld sem verður helgað málefninu sem og opið hús hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingum á laugardaginn 30.september.  
Hvetjum við því alla 9. bekkinga að mæta í skautahöllina á laugardaginn og kynna sér starfsemi Skautafélagsins auk þess að skella sér ókeypis á skauta!!
 
Einnig viljum við benda á heimasíðu verkefnisins á www.forvarnardagur.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið og forvarnir almennt.
                                                            

Þjálfaramál

Eins og iðkendur og foreldrar hafa tekið eftir er Þjálfarinn okkar hún Hanna (Doris Ann Burnett) loksins komin til starfa hjá okkur, búin að vera eina viku. Hanna kemur frá Texas og hefur einnig starfað í Kanada. Hún hefur mikla reynslu og við bindum vonir við að samstarf hennar og iðkendanna gangi vel. Hún hefur hug á að gera einhverjar breytingar í sambandi við þjálfunina og hefur óskað eftir að fá foreldra iðkendanna á fund einhverja næstu daga. Við viljum því biðja ykkur að fylgjast með á heimasíðunni.

æfingagjöld

Foreldrar iðkenda athugið! Nú verða allir að skrá og gera grein fyrir æfingagjöldum sem fyrst. Þeir sem eru með ávísun frá Akureyrarbæ verða að vera búnir að skila henni inn til okkar ekki síðar en 12. október n.k. Minnum einnig á opna tímann á miðvikudögum frá klukkan 16:00-17:00. Þeir sem eru ekki skráðir geta ekki tekið þátt í keppnum fyrir félagið. Það er hægt að skrá sig á heimasíðunni og/eða hafa samband við einhvern úr stjórninni.

Tveir ósigrar í 2. flokki

Þá hafa strákarnir okkar í 2. flokki lokið tveimur viðeignum fyrir sunnan gegn Birninum.  Í gærkvöldi urðu þeir að lúta í lægra haldi með 4 mörkum gegn 1, en eina markið okkar skoraði varnarmaðurinn Orri Blöndal.  Eitthvað skorti á agann hjá okkar mönnum og m.a. var Elmari Magnússyni vikið af leikvelli og sendur í steypibað eftir að hafa rifið kjaft við dómarann.  Elmar fékk hvorki meira né minna en Match penalty sem þýddi sjálfkrafa leikbann í leiknum í dag.  Bjarnarmenn voru ferskari aðilinn mest allan leikinn en þrátt fyrir nokkur ágætis marktækifæri okkar manna þá vildi pökkurinn ekki inn og Styrmir Snorrason í Bjarnarmarkinu átti góðan leik.  Það virðist þó vera tilhneiging okkar manna að vilja helst bera pökkinn alveg inní netmöskvanna í staðinn fyrir að láta skotin dynja á markinu.  Fleiri skot hefðu skila fleiri mörkum.

Leikurinn í dag var mun jafnari en því miður urðum við aftur að þola tap, nú með einu marki 4 – 3.  Staðan var jöfn eftir 2. leikhluta en eina markið í síðustu lotunni áttu Bjarnarmenn og tryggðu sér með því sigurinn.  Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og sigurinn hefði hæglega geta lent okkar megin með smá heppni.  Einar Valentine skoraði tvö mörk fyrir SA og Birkir Árnason eitt.

innritanir

Vegna lélegrar mætingar í innritunartímana á mánudögum höfum við ákveðið að hafa innritunartímana á miðvikudögum. Á morgun (mánudaginn 25/9) er því síðasti innritunartíminn.