25.04.2010
Opnunarhóf Ice Cup fer fram í Rub 23 (þar sem Friðrik V var áður) á miðvikudagskvöld og hefst kl. 20.00 (ath. breyting frá fyrri frétt). Liðsstjórar eru beðnir um að sjá til þess að allir liðsmenn fái þessar fréttir.
23.04.2010
Eyjafjallajökull er enn helsta áhyggjuefni krullufólks í sambandi við þátttökuna í Ice Cup.
22.04.2010
Gosið í Eyjafjallajökli hefur eða gæti haft áhrif á ferðir þeirra sem eru að koma á Ice Cup. Enn standa þó vonir til þess að allir komist til landsins.
20.04.2010
Frestur til að greiða þátttökugjaldið á Ice Cup er miðvikudagurinn 28. apríl. Greiða þarf fyrir heilt lið í einu.
20.04.2010
Rúmlega áttræð kona keppir fyrir Bandaríkin á HM eldri leikmanna. Hóf að leika krullu um fimmtugt.
19.04.2010
Landslið Íslands í krullu 2007 er notað af nýnasistum á bandarískum spjallvef sem dæmi um þverskurð hins íslenska, lítt blandaða, hvíta kynstofns.
15.04.2010
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur haft áhrif víða eins og fram hefur komið í fréttum. Krullufólk á leið á mót hefur orðið fyrir barðinu á ástandinu.
08.04.2010
Sjálfboðaliðar óskast í undirbúning og framkvæmd Ice Cup, meðal annars í sjoppuna í Skautahöllinni og fleiri störf. Sextán lið hafa verið skráð til leiks og hefur verið lokað fyrir skráningu.
07.04.2010
Ársfundur Alþjóða krullusambandsins, WCF, sem haldinn er í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í tengslum við Heimsmeistaramót karla í krullu, fer á spjöld sögunnar. Varaformaðurinn felldi formanninn í kosningu, fyrsta konan orðin forseti WCF.
02.04.2010
Skráningarfrestur á Ice Cup er til 15. apríl. Fjórtán lið komin á blað. Einstaklingar geta haft samband og fengið aðstoð við að mynda lið.