Einstaklingsmótið

Frekar dræm þátttaka var í einstakllingsmótinu á miðvikudag en átta manns spiluð þá tvo leiki. 

Evrópumótið: Tap gegn Írum, Ísland í C-flokk

Írar reyndust sterkari á svellinu í dag. Íslendingar unnu tvo leiki en falla samt í C-flokk, enda í 26. sæti af 30 þjóðum.

Einstaklingsmótið heldur áfram í kvöld

Tíu manns mættu á mánudagskvöldið og spiluðu tvo leiki. Hvetjum fólk til að mæta í kvöld og krulla sér til skemmtunar.

Evrópumótið: Stórt tap gegn Lettum

Lettar voru of stór biti fyrir Íslendinga í dag.

Evrópumótið: Ísland tapaði naumlega fyrir Wales

Íslenska liðið sýndi góða baráttu gegn einu af toppliðum riðilsins. Tapaði naumlega fyrir Wales.

Evrópumótið: Tap gegn Austurríki

Austurríkismenn lögðu Íslendinga 11-5 í morgunleiknum á EM.

Evrópumótið: Ísland 10, Hvíta-Rússland 4

Íslendingar unnu góðan sigur á Hvít-Rússum í seinni leik dagsins.

Evrópumótið: Ísland 4, Belgía 8

Ekki gengu vonir íslenska liðsins um sigur gegn Belgum eftir í dag. Íslendingar töpuðu 4-8.

Evrópumótið: Ísland 5, Króatía 8

Annað tap okkar manna staðreynd, lutu í lægra haldi fyrir Króatíu fyrr í kvöld.

Evrópumótið: Tap gegn Ungverjum

Íslendingar voru teknir niður á jörðina aftur eftir góða byrjun. Tap gegn Ungverjum, 2-9 í annarri umferð.