16.04.2012
Nú styttist óðum í Ice Cup og rennur skráningarfrestur út mánudagskvöldið 23. apríl. Mikilvægt er að krullufólk virði þann frest til þess að mögulegt verði að bæta við liðum til að fá hentugan fjölda og/eða finna leikmenn fyrir þau lið sem ekki ná að vera fullskipuð.
12.04.2012
Þriðja og fjórða umferð Vormótsins voru spilaðar í gær. Kristján Þorkelsson er á toppnum, hefur unnið alla leiki sína til þessa.
11.04.2012
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. apríl, verða spilaðar 3. og 4. umferð Vormóts Krulludeildar.
09.04.2012
Mótið stendur yfir allan aprílmánuð. Ekki spilað á annan í páskum.
02.04.2012
Mánudaginn 2. apríl hefst nýtt mót, spilað sem einstaklingskeppni og raðað í lið hverju sinni eftir mætingu.
31.03.2012
Mammútar kláruðu Íslandsmótið með stæl og sigruðu Fífurnar í úrslitaleiknum. Fálkar nældu í bronsverðlaunin.
31.03.2012
Mammútar gegn Fífunum, Víkingar gegn Fálkum. Bæta Mammútar enn einum titlinum í safnið eða vinna Fífurnar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil?
28.03.2012
Fífurnar sigruðu Víkinga 6-3 í undanúrslitum og leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil í fyrsta sinn, þar sem liðið mætir Mammútum. Víkingar og Fálkar spila um bronsið. Úrslitaleikirnir hefjast kl. 18 laugardaginn 31. mars.
28.03.2012
Hlíðarbær miðvikudagskvöldið 4. apríl. Opnað kl. 18.30, borðhald hefst kl. 19.30. Kostnaður: 3.000 krónur á mann, en 2.000 krónur fyrir 12-14 ára.
28.03.2012
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. mars, leika Víkingar og Fífurnar undanúrslitaleik á Íslandsmótinu í krullu.