Krulluvika í Skautahöllinni

Alþjóðlega krullumótið Ice Cup fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um komandi helgi, 3.-5. maí. Krulludeildin hefur því svellið alveg fyrir sig frá sunnudagskvöldi, 29. apríl, til að undirbúa það fyrir mótið.

Vormót Krulludeildar: Kristján Þorkelsson sigraði

Góður árangur fyrr í mótinu dugði til að halda forystunni. Sótt að forystusauðnum í lokaumferðunum.

Alþjóðlega krullumótið Ice Cup: 14 lið, þar af þrjú erlend

Hápunktur og lok krulluvertíðarinnar nálgast. Ice Cup, alþjóðlega krullumótið, verður haldið dagana 3.-5. maí í Skautahöllinni á Akureyri. Tólf Bandaríkjamenn og einn Skoti á leið til landsins.

Vormót Krulludeildar: Kiddi með afgerandi forystu

Kristján Þorkelsson tók afgerandi forystu í Vormótinu í gærkvöldi. Tvær umferðir eftir. Lokakvöldið 25. apríl.

Ice Cup: Síðasti skráningardagur

Krulludeildin minnir á að síðasti skráningardagur fyrir Ice Cup, alþjóðlega krullumótið okkar, er í dag, mánudaginn 23. apríl.

Krulludeild: Ný kennitala, nýtt reikningsnúmer

Krulludeildin hefur fengið sína eigin kennitölu og þar með einnig nýjan bankareikning. Greiðsluseðlar fyrir árgjaldi deildarinnar 2011 væntanlegir í heimabanka krullufólks.

Vormót Krulludeildar: Eitt stig skilur að

Jón Rögnvalds hélt toppsætinu, en Kiddi Þorkels er aðeins stigi á eftir honum. Fjórar umferðir eftir.

Vormót Krulludeildar: Jón Rögnvalds á toppinn

Þrjár umferðir fóru fram í Vormótinu í gærkvöldi.

Ice Cup: Skráningarfrestur rennur út 23. apríl

Nú styttist óðum í Ice Cup og rennur skráningarfrestur út mánudagskvöldið 23. apríl. Mikilvægt er að krullufólk virði þann frest til þess að mögulegt verði að bæta við liðum til að fá hentugan fjölda og/eða finna leikmenn fyrir þau lið sem ekki ná að vera fullskipuð.

Vormót Krulludeildar: Kiddi með fullt hús

Þriðja og fjórða umferð Vormótsins voru spilaðar í gær. Kristján Þorkelsson er á toppnum, hefur unnið alla leiki sína til þessa.