21.11.2012			
	
	Fimm lið eru skráð til leiks í Bikarmótinu og því fer aðeins einn leikur fram í fyrstu umferðinini, Fífurnar og Ice Hunt mætast. Garpar, Mammútar og Skytturnar fara beint í undanúrslitin.
 
	
		
		
		
			
					19.11.2012			
	
	Mammútar eru einir í efsta sætinu að loknum þremur umferðum í Gimli Cup og geta tryggt sér titilinn með sigri í næstu umferð. 
 
	
		
		
		
			
					18.11.2012			
	
	Bikarmót Krulludeildar hefst miðvikudagskvöldið 21. nóvember. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.
 
	
		
		
		
			
					16.11.2012			
	
	Krullufólk fékk góða gesti sl. miðvikudagskvöld. 
 
	
		
		
		
			
					12.11.2012			
	
	Önnur umferð Gimli Cup krullumótsins fór fram í kvöld. Þrjú lið hafa unnið báða sína leiki og þrjú tapað báðum sínum.
 
	
		
		
		
			
					12.11.2012			
	
	Í kvöld fer fram 2. umferð Gimli Cup krullumótsins, en leikjum þessarar umferðar var öllum frestað sl. mánudag. Aðrar umferðir færast aftur um viku.
 
	
		
		
		
			
					07.11.2012			
	
	Fimm Akureyringar gerðu það gott á Tårnby Cup krullumótinu í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Lið héðan í 8. sæti og leikmaður héðan í blönduðu liði sem fór alla leið í úrslitaleikinn.
 
	
		
		
		
			
					05.11.2012			
	
	Í kvöld, mánudagskvöldið 5. nóvember, átti að fara fram 2. umferð Gimli Cup. Af ýmsum ástæðum hefur öllum þremur leikjum umferarðinnar verið frestað og því verður bara hefðbundin æfing í kvöld fyrir þá sem geta og nenna.
 
	
		
		
			
					31.10.2012			
	
	Krulluæfing fellur niður í kvöld, miðvikudagskvöldið 31. október.
 
	
		
		
		
			
					29.10.2012			
	
	Tólfta Gimli Cup mótið hófst í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Sex lið taka þátt. Mammútar, Garpar og Urtur unnu leiki kvöldsins.