22.04.2013			
	
	Þeir Andri Freyr Magnússon, Fannar Jens Ragnarsson og Guðmundur Karl Ólafsson kepptu á krullumóti í New Jersey á dögunum.
 
	
		
		
		
			
					16.04.2013			
	
	Deildarmeistarar Mammúta misstu af sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins þegar þeir töpuðu fyrir Skyttunum í undanúrslitum í gær. Garpar og Skytturnar mætast í úrslitaleiknum. Mammútar mæta Ís-lendingum í leik um bronsið.
 
	
		
		
		
			
					15.04.2013			
	
	Í kvöld mætast Mammútar og Skytturnar í undanúrslitaleik Íslandsmótsins í krullu. 
 
	
		
		
		
			
					14.04.2013			
	
	Nú líður tíminn óvenju hratt, enda veðurblíða næstum upp á hvern dag. Afmælismót Ice Cup - 10. mótið - nálgast, en það fer fram dagana 2.-4. maí. 
Minnum á mátun Ice Cup afmælisbola í krullutímanum mánudagskvöldið 15. apríl.
 
	
		
		
		
			
					09.04.2013			
	
	Í tilefni þess að eftir tæpan mánuð heldur Krulludeild SA hið alþjóðlega krullumót Ice Cup í tíunda skipti er í framleiðslu sérstakt afmælismerki sem selt veður á mótinu og nú er í undirbúningi að panta boli með merkinu á. Mátun og móttaka pantana verður mánudagskvöldið 15. apríl. Afsláttur er veittur þeim sem panta fyrirfram.
 
	
		
		
		
			
					09.04.2013			
	
	Garpar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins með sigri á deildarmeisturum Mammúta í gær. Skytturnar og Mammútar leika í undanúrslitum, en Ís-lendingar fara beint í bronsleikinn.
 
	
		
		
		
			
					08.04.2013			
	
	Fyrsta umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu verður spiluð í kvöld. Undanúrslit fara fram mánudaginn 15. apríl og úrslitaleikir mánudaginn 22. aprí. 
 
	
		
		
		
			
					25.03.2013			
	
	Nú er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2013. Í kvöld fór fram aukaleikur milli Víkinga og Ís-lendinga, sem höfnuðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Ís-lendingar höfðu sigur í jöfnum leik, lokatölur urðu 9-5 Ís-lendingum í vil.
 
	
		
		
		
			
					25.03.2013			
	
	Í kvöld, mánudagskvöldið 25. mars, mætast Víkingar og Ís-lendingar í aukaleik um sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2013. 
 
	
		
		
		
			
					19.03.2013			
	
	Mammútar luku deildarkeppni Íslandsmótsins með sigri og unnu þar með alla leiki sína í deildinni. Garpar enduðu í öðru sæti deildarinnar en þrjú lið urðu jöfn með þrjá vinninga og þarf aukaleik til að skera úr um það hvaða lið fara í úrslitakeppnina.