03.05.2013
Krulludeildin verður með beinar útsendingar með einni vél sem sýnir allar brautirnar á meðan á Ice Cup stendur. Slóðin er sasport.is/tv, en einnig er hægt að fara í valmyndina til vinstri á forsíðu sasport.
02.05.2013
Nú hafa öll liðin í mótinu lokið einum leik og ljóst hverjir mæta hverjum í leikjum kl. 10 og 12.30 á morgun.
02.05.2013
Opnunarhóf Ice Cup fór fram í kvöld og var dregið um það hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni.
29.04.2013
Helstu upplýsingar um Ice Cup, tímasetningar, reglur mótsins og þátttökuliðin. Krullufólk er beðið um að kynna sér þessar upplýsingar vel svo ekki þurfi að koma til misskilnings. Lítið einnig yfir leikmannalista ykkar liðs og látið vita ef þar er ekki allt eins og það á að vera.
26.04.2013
Nú er lokaundirbúningur að hefjast fyrir Ice Cup. Við byrjum að vinna með svellið á sunnudagskvöld og eins og venjulega er að ýmsu öðru að hyggja. Krullufólk er því boðað til vinnu á sunnudags- og mánudagskvöld.
25.04.2013
Garpar eru Íslandsmeistarar í krullu 2013 eftir sigur á Skyttunum í úrslitaleik. Mammútar unnu bronsið.
Myndir komnar inn.
24.04.2013
Næstu viku, frá sunnudagskvöldi til laugardagskvölds, verður Skautahöllin undirlögð vegna undirbúnings og keppni á alþjóðlega Ice Cup krullumótinu.
Æfingar annarra deilda hefjast síðan skv. maí æfingatöflunni sunnudaginn 5. maí, en mótið er lokapunktur á krulluvertíðinni.
24.04.2013
Í kvöld fara fram úrslitaleikir Íslandsmótsins í krullu. Leikirnir hefjast um kl. 20.30.
22.04.2013
Þeir Andri Freyr Magnússon, Fannar Jens Ragnarsson og Guðmundur Karl Ólafsson kepptu á krullumóti í New Jersey á dögunum.
16.04.2013
Deildarmeistarar Mammúta misstu af sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins þegar þeir töpuðu fyrir Skyttunum í undanúrslitum í gær. Garpar og Skytturnar mætast í úrslitaleiknum. Mammútar mæta Ís-lendingum í leik um bronsið.