Íslandsmótið í krullu hefst í kvöld

Fimm lið eru skráð til leiks á Íslandsmótinu í krullu, öll úr röðum Krulludeildar SA. Fyrsta umferð mótsins verður í kvöld og þá verður einnig dregið um töfluröð.

Íslandsmótið í krullu, skráningu lýkur laugardaginn 25. janúar

Íslandsmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 27. janúar. Skráning stendur yfir og er síðasti skráningardagur laugardagurinn 25. janúar. Nánar hér...

Á svellið stelpur!

Mánudagana 6. og 13. janúar ætlar Krulludeild Skautafélags Akureyrar að standa fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.

Strumparnir sigruðu

Hið árlega Áramótamót Krulludelidar fór fram í gærkvöldi. Strumparnir urðu hlutskarpastir eftir jafnt mót og skotkeppni sem þurfti til að skera úr um sigurvegara.

Áramótamót Krulludeildar

Laugardagskvöldið 28. desember fer fram hið árlega Áramótamót Krulludeildar. Mæting fyrir kl. 18.00, reiknum með að keppni hefjist á bilinu 18.30-19.00. Betra að skrá fyrirfram, en tekið við skráningum til kl. 18 á laugardaginn.

Mammútar bikarmeistarar

Lið Mammúta fór ósigrað í gegnum þriðja mótið á þessu hausti og vann þar með Magga Finns Bikarmót Krulludeildar.

Úrslitaleikur Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. desember fer fram úrslitaleikur Bikarmóts Krulludeildar.

Jón Ingi og Rannveig krullufólk ársins

Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir voru í kvöld heiðruð af Krulludeild SA sem krullufólk ársins 2013.

Mammútar og Freyjur í bikarúrslit

Undanúrslit Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar fóru fram í kvöld. Mammútar sigruðu Garpa, Freyjur sigruðu Víkinga.

Undanúrslit Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar

Í kvöld, mánudagsvköldið 16. desember, fara fram undanúrslit í Magga Finns Bikarmóti Krulludeildar. Jafnframt mun Krulludeildin heiðra krullufólk ársins úr okkar röðum og í lokinn verður haldinn óformlegur félagsfundur krullufólks til að ræða starfið framundan.