Ice Cup: Skilaboð frá formanni að afloknu glæsilegu móti

Frá formanni Krulludeildar til krullufólks: Kæru félagar! Enn og aftur sýndum við krullufólk hvers við erum megnug með samtakamætti, samstöðu og mikilli vinnu þegar við héldum alþjóðlega krullumótið Ice Cup í ellefta sinn - stærra en nokkru sinni áður og með fleiri erlendum keppendum en innlendum. Einn af erlendu gestunum leggur til að við fáum túristaverðlaun Ferðamálastofu 2014.

Ice Cup: Úrslitaleikir kl. 14.45

Nú eru aðeins tveir leikir eftir í deildakeppninni, en nú þegar er ljóst hvaða lið leika til úrslita um verðlaun í A-deild, B-deild og C-deild.

Ice Cup: Skipting í A-B-C deildir og leikir laugardags

Nú liggja fyrir öll úrslit föstudagsins og klárt havða lið fara í hvaða deild á lokadegi og hver spilar við hvern.

Ice Cup: Leikir föstudagsins

Nú er keppni lokið í dag og öll úrslit, staða og leikir morgundagsins eru komin inn í excel-skjalið hér á vefnum.

Ice Cup: Keppni hefst kl. 9 í dag

Ellefta Ice Cup krullumótið var sett á opnunarhófi í gærkvöldi, en keppni hefst kl. 9 í dag. Metþátttaka er í mótinu, alls taka 20 lið þátt og hafa aldrei jafnmargir erlendir keppendur verið skráðir til leiks og nú.

Ice Cup: Dagskrá og leikjafyrirkomulag

Nú er undirbúningur fyrir Ice Cup í hámarki. Vinna heldur áfram við svellið fram eftir miðvikudegi, en dagskrá, viðburðir og leikjafyrirkomulag er nokkuð klárt.

Undirbúningur fyrir Ice Cup - vinnutörn á þriðjudagskvöld kl. 19.30

Vinna við undirbúning fyrir Ice Cup er nú í fullum gangi, bæði á svelli og utan þess. Vinnufúsar hendur krullufólks eru velkomnar í Skautahöllina annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Þá heldur áfram vinna við merkingar og frágang á svelli, sem og standsetningu, þrif og annað í tengslum við sjopp og veitingaaðstöðuna.

Aðalfundur Krulludeildar: Ólafur Hreinsson kjörinn formaður

Ólafur Hreinsson var í kvöld kjörinn formaður Krulludeildar SA næsta starfsárið í stað Haralds Ingólfssonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Rekstur deildarinnar réttu megin við núllið.

Ice Cup - skráning í Kaldbaksferð og gagnlegar upplýsingar

Nú er að komast mynd á keppnisfyrirkomulag, reglur og dagskrá Ice Cup, enda ekki seinna vænna því mótið hefst með hefðbundnu opnunarhófi miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 21. Á aðalfundi Krulludeildar, sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 22. apríl verður farið yfir ýmis mál er varða undirbúning og skipulag mótsins og spurningum svarað ef eitthvað þarfnast útskýringar.

Krulluæfing á laugardagskvöld

Vegna eftirspurnar frá liðum sem mæta á Ice Cup eftir tvær vikur hefur verið ákveðið að laugardagskvöldið 19. apríl verði boðið upp á krulluæfingu.