26.02.2014
Laugardagskvöldið 1. mars ætlar krullufólk að koma saman og vinna við vörutalningu í Bónus við Langholt frá kl. 18 til um það bil 21.30.
Áhugasamir hafi samband við Davíð Valsson.
25.02.2014
Garpar standa nú með pálmann í höndunum í deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu þegar ein umferð er erftir. Þrjú lið eru örugg í úrslitakeppnina.
24.02.2014
Í kvöld, mánudagskvöldið 24. febrúar, fer fram 3. umferð Íslandsmótsins í krullu.
12.02.2014
Garpar og Ice Hunt hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu í krullu og eru örugg inn í úrslitakeppni fjögurra efstu.
10.02.2014
Í kvöld, mánudagskvöldið 10. febrúar, fer fram 3. umferð Íslandsmótsins í krullu.
05.02.2014
Fyrsta miðvikudag í mánuði verða krulluæfingar og þá er hugmyndin að brjóta upp hefðbundnar æfingar eða keppni og gera eitthvað öðruvísi. Í kvöld: Blindskot, freestyle langrennsli og fleira.
Vanir og óvanir velkomnir!
04.02.2014
Garpar og Freyjur unnu leiki sína í annarri umferð Íslandsmótsins í krullu í gærkvöldi. Garpar eru efstir eftir tvær umferðir.
03.02.2014
Í kvöld, mánudagskvöldið 3. febrúar, fer fram 2. umferð Íslandsmótsins í krullu.
28.01.2014
Garpar og Ice Hunt unnu leiki fyrstu umferðar Íslandsmótsins í krullu sem hófst í gær. Garpar hófu titilvörnina með naumum sigri eftir ævintýralegan viðsnúning í síðari hluta leiksins.
27.01.2014
Fimm lið eru skráð til leiks á Íslandsmótinu í krullu, öll úr röðum Krulludeildar SA. Fyrsta umferð mótsins verður í kvöld og þá verður einnig dregið um töfluröð.