Byrjendur og fleiri !

Fyrir þá sem eiga eftir að greiða æfingargjöld eða vilja spyrja út í æfingagjöldin, þá mun Ollý gjaldkeri og formaður Hokkídeildar SA verða inn í skautahöll á fimmtudaginn 11 desember milli 16 og 17 á æfingatíma byrjenda.  Hún mun taka við greiðslum og svara spurningum.

Point Dansstúdíó í fríi

Það er komið jólafrí hjá Point. Auglýsum tíma eftir áramót síðar.

Evrópumeistaramótið í krullu

Þessa dagana stendur evrópumeistaramótið í krullu yfir í Örnsköldsvik í Svíþjóð.  Hérna má fara á síðu mótsins og hérna er linkur á Eurosport vefsjónvarp þar sem hægt er að horfa á leiki í tölvu ef menn vilja, en þann aðgang þarf að greiða fyrir tæpar 5 evrur sem áskrift í einn mánuð.

Námskeið Hokkí101, 10 desember kl 18:00

Æfingar á morgun!

Á morgun er frí hjá þeim iðkendum sem voru að keppa um helgina. Hinir sem eiga æfingu þennan dag fá því aðeins lengri æfingatíma á ísnum (sjá lesa meira). Minnum alla í 3.-7. hóp á að afís hjá Söruh og Gyðu er í pásu þangað til eftir áramót, verður auglýst þegar byrjar aftur.

Einstaklingsmót í desember

Félagsmenn geta mætt þegar þeir vilja og safna umferðum og steinum.

HOCKEY 101

Monday December 8th 1930 (after on ice training) 2nd and MFL have a hockey 101 meeting that all players must attend. Bring 1000kr and get lots of pizza. KV Smiley and Josh

Íslands/vetrar/aðventumót

SA fékk eitt gull og tvö brons á íslands- vetrar og aðventumóti sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Helga Jóhannsdóttir sigraði í flokki Novice, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í þriðja sæti í flokki 10A og Emilía Rós Ómarsdóttir í flokki 8B. Iðkendur voru félaginu til sóma bæði innan sem utan íssins. Til hamingju allir.

 

 

 

SKAUTATÖSKUR OG SKAUTABUXUR / JÓLAGJÖFIN Í ÁR

 Skautatöskurnar og skautabuxurnar  eru komnar og þeir sem hafa áhuga á þeim fyrir jólin þurfa að panta þær fyrir 12. des. Hægt er panta þær og skoða á miðvikudaginn í skautahöllinni milli kl. 17 - 18:30 eða senda SMS  í síðasta lagi 12. des.  

ALLÝ,,  S- 895-5804