Fundur fyrir foreldra barna sem eru að fara á C mót Bjarnarins

Fundur verður fyrir foreldra barna sem eru að fara á Kristalsmót Bjarnarins næstu helgi.

Fundurinn verður í skautahöllinni kl 20, mánudagskvöldið 17.nóv.

Farið verður yfir skipulag og reglur ferðarinnar.

Stjórnin 

4. og 5. flokkur að sunnan

 Við verðum við Skautahöllina á Akureyri klukkan ca. 19,45 til 20,00

Afís á Bjargi fyrir 4.-7. hóp

Laugardaginn 15. nóvember hefst námskeið á Bjargi hjá Hóffu fyrir 4. 5. 6. og 7. hóp. Tímarnir verða til að byrja með á laugardögum. Þessir tímar verða í svipuðum dúr og tímarnir í æfingabúðunum þ.e. blanda af þoli og þreki, s.s. pallatímar, stöðvaþjálfun, teygjur o.s.frv.

Akureyrarmótið

Riðlakeppni lokið. Viðbót við fyrri frétt.

ATH BREYTT Dagskrá næstu helgar í Laugardalnum

Nú eru SRingar búnir að gefa út nýja dagskrá fyrir 4. og 5.flokks mótið um næstu helgi, hana er hægt að skoða með því að smella hér.

SA leggur í víking !!

Mikið er um að vera hjá SA þessa helgi sem og  SR og Birninum.  4. og 5.flokksmót í Laugardal og svo 2.fl. leikur á laugardagskvöld við SR. 4. og 5.fl. mæta við Skautahöllina í dag kl.13,00 og leggja af stað suður kl.13,30. Athugið að athuga hvort þið eruð með nýju útgáfuna að mótadagskránni.

Selt og keypt - skiptimarkaður

Fundur með foreldrum A og 8B og 10B

Fundur verður með foreldrum iðkenda í A-keppnisflokkum og 8B og 10B vegna fyrirhugaðrar keppnisferðar, sem hefur verið fær til Reykjavíkur fyrstu helgina í desember.  Fimmtudaginn kl:20:00. Hvetjum foreldra til að mæta.

Stjórnin

Fundur með 1 & 2 hópi

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1 og 2 hópi. Miðvikudaginn 19. nóvember verður foreldrafundur í fundarherberginu á annarri hæð í Skautahöllinni, þar sem fjallað verður um skautaveturinn og ýmislegt honum tengt. Fundurinn verður á meðan æfing barnanna er s.s. á milli 17:10-18:10, allir hjartanlega velkomnir.

 

kær kveðja

Stjórn Listhlaupadeildar 

Akureyramótið

Nýliðarnir í Ullevål að slá í gegn.   Ullevål og Fífur í undanúrslit með Görpum og Víkingum.