Akureyrarmótið

Riðlakeppni lokið. Viðbót við fyrri frétt.

Það var engu líkara en að fráttaritari hefði sofnað ofaní lyklaborðið við skrif á síðustu frétt því aðeins var minnst á tvo leiki umferðarinnar eða þá sem skiptu mestu máli varðandi hvaða lið kæmust í undanúrslit. Ástæðan er að fréttaritarinn samdi fréttina strax um kvöldið og vildi koma frá sér helstu úrslitum og ætlaði að bæta úr daginn eftir en hreinlega gleymdi því. En eins og áður kom fram þá sigruðu nýliðarnir í Ullevål Bragðarefina 6 - 4 og Fífur sigruðu Svartagengið 10 - 4 . Skyttur sigruðu Garpa 6 - 4 en þetta var aðeins annar tapleikur Garpa á leiktíðinni. Víkingar lentu í kröppum dansi við Riddara.  Þegar leikur hófst var Gísli leikstjórnandi Víkinga ekki kominn á staðinn og hófu Víkingar leikinn án Gísla. Það munar greinilega um Gísla því Víkingar töpuðu fyrstu umferðinni með 5 steinum. Riddarar unnu næstu umferð með tveimur steinum og voru komnir í 7-0 en þá vöknuðu Víkingar eða öllu heldur Gísli ( hann svaf yfir sig fyrir leik) og skoruðu 1-2-1 og 2 í síðustu lotu sem dugði þó ekki og Riddarar unnu því leikinn 7 - 6.  Næstu umferði verða eftirfarandi:

BrautUndanúrslitMánudag 17 nóv   
5Víkingar 1AUllevål  2B  
4Garpar  1BFífur  2 A  
3Svartagengið 3 ASkyttur  4 B  
2Bragðarefir  3 BRiddarar 4 A  
BrautÚrslitMánudag 24 nóv. leika um
2sigurlið 1A 2Bsigurlið 1B 2A 1 sæti
3taplið 1A 2Btaplið 1B 2A 3 sæti
4sigurlið 3A 4Bsigurlið 4A 3B 5 sæti
5taplið 3A 4Btaplið 4A 3B 7 sæti