29.01.2014			
	
	Það má búast við hörkuleik í kvöld þegar Team Helgi og SA mætast í fyrsta leik Magga Finns mótsins í íshokkí. Leikurinn hefst kl. 20.15.
 
	
		
		
		
			
					28.01.2014			
	
	Garpar og Ice Hunt unnu leiki fyrstu umferðar Íslandsmótsins í krullu sem hófst í gær. Garpar hófu titilvörnina með naumum sigri eftir ævintýralegan viðsnúning í síðari hluta leiksins.
 
	
		
		
		
			
					27.01.2014			
	
	Fimm lið eru skráð til leiks á Íslandsmótinu í krullu, öll úr röðum Krulludeildar SA. Fyrsta umferð mótsins verður í kvöld og þá verður einnig dregið um töfluröð.
 
	
		
		
		
			
					26.01.2014			
	
	Hæsta skor sem sést hefur hjá íslenskum skautara fyrir frjálst prógramm. Tvisvar nær hnökralaus tvöfaldur Axel. Fjallað er um árangur Hrafnhildar á RIG-síðu mbl.is í dag.
 
	
		
		
		
			
					26.01.2014			
	
	Stelpurnar frá SA unnu þrenn gullverðlaun á fyrri degi listhlaupsmóts RIG, og ein silfurverðlaun. Í dag bættust svo við ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Samanlagt koma þær því heim með fern gullverðlaun og fern silfurverðlaun.
 
	
		
		
		
			
					26.01.2014			
	
	Lið SA1 í 4. flokki er nú í efsta sæti Íslandsmótsins í íshokkí og afar líklegt til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan sigur á helgarmóti sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina.
 
	
		
		
		
			
					26.01.2014			
	
	Jötnar mættu Húnum í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu, 6-2.
 
	
		
		
		
			
					25.01.2014			
	
	SA-stelpurnar eru að gera það gott á listhlaupsmóti Reykjavíkurleikanna. Þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun eru komin í hús eftir fyrri dag.
 
	
		
		
		
			
					24.01.2014			
	
	Íslandsmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 27. janúar. Skráning stendur yfir og er síðasti skráningardagur laugardagurinn 25. janúar. Nánar hér...