Engin stig heim úr Egilshöllinni

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (07.01.2014)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (07.01.2014)


Jötnar mættu Húnum í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu, 6-2. 

Húnar komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og 4-0 í upphafi annars. Ingvar Þór Jónsson minnkaði muninn í 4-1 með stoðsendingu frá Ben DiMarco seint í öðrum leikhluta. Sigurður Freyr Þorsteinsson bætti við öðru marki Jötna með stoðsenindu frá Ingvari snemma í þriðja leikhlutanum, en tvö mörk frá Húnum kláruðu leikinn. Úrslitin: Húnar - Jötnar 6-2 (3-0, 1-1, 2-1).

Með sigrinum komust Húnar aftur upp fyrir Jötna. Húnar hafa nú 16 stig eftir 13 leiki, en Jötnar hafa leikið einum leik meira og eru með 14 stig. Stutt er í Fálka þar á eftir, þeir hafa 12 stig eftir 11 leiki.

Næsti leikur Jötna verður einnig í Egilshöllinni þegar þeir mæta Húnum laugardaginn 8. febrúar.

Mörk/stoðsendingar
Húnar
Björn Bergmann 2/0
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Lars Foder 1/1
E Ólafsson 0/2
Falur Guðnason 1/1
B Gunnarsson 0/1
Andri Helgason 0/1
Hjalti Jóhannsson 1/0
Refsimínútur: 6
Varin skot: 27

Jötnar
Ingvar Þór Jónsson 1/1
Sigurður Freyr Þorsteinsson 1/0
Ben DiMarco 0/1
Refsimínútur: 2
Varin skot: 43

Leikskýrslan (ÍHÍ)