Nú er lokaútkall fyrir Hummel gallana góðu.

Halló allir!!!       Nú er lokaútkall fyrir Hummel gallana góðu.    Allir sem ætla að fá galla verða að fara niður í Sportver og máta og panta sína stærð STRAX!!!!!  Listarnir verða teknir á mánudaginn kl. 17:00 og eftir það verða gallarnir dýrari.           Koma nú og fá sér fínan SA  galla.  Stjórn foreldrafélagsins.

Keppendur á Haustmóti

Á morgun föstudaginn 19. október byrjar almenningur kl. 12. Þeir sem áhuga hafa geta komið upp úr hádegi og farið í gegnum dansinn sinn í síðasta sinn áður en lagt verður af stað suður.

Aukaæfing hjá 4. hóp

Aukaæfingin hjá 4. hóp verður ekki í fyrramálið, í staðinn verður þessum iðkendum boðið að koma á ísinn á föstudag á almenningstíma.

Meistaraflokkur

Meistaraflokkur S.A. spilar gegn S.R. í Hilmarshúsi í laugardalnum á laugardaginn 20 okt kl 19:00

Æfingar um helgina!

Föstudagurinn 19. október

15:00-16:00 = 3. hópur eldri
16:30-17:10 = 2. hópur
17:25-18:50 = Þeir iðkendur úr 4. 5. og 6. hópi sem ekki fóru suður að keppa um helgina
19:00-19:45 = Afís þeir iðkendur úr 4. 5. og 6. hópi sem ekki fóru suður að keppa um helgina


Laugardagurinn 20. október

11-12 = 3. hópur yngri
12-13 = 3. hópur eldri

Sunnudagurinn 21. október

17:15-18:30 = Þeir iðkendur úr 4. 5. og 6. hópi sem ekki fóru suður að keppa um helgina

Smá breyting á æfingatíma 5. og 6. hóps á morgun!

Á morgun, miðvikudaginn 17. október verður smá breyting á æfingatíma 5. og 6. hóps vegna undirbúnings undir Haustmótið um næstu helgi. Þeir sem keppa í 12 ára og yngri A, Novice og Junior skulu mæta á ísinn milli 19 og 20 en þeir úr 5. og 6. hópi sem ekki fara suður (keppendur í 14 ára og yngri B og 15 ára og eldri B) skulu mæta milli 18:10 og 19.

Sjónvarpsleikur

Einsog fram kemur á vef ihi

Úrslit seinni leikjanna í Egilshöll

Kvennalið SA vann aftur Bjarnarkonur með og nú með 11 mörkum gegn 3 leikurinn var í beinni á vefnum og sjá má gang leiksins hér.  2.fl. SA tapaði hinsvegar fyrir Birninum með 3 mörkum gegn 4 og hægt er að skoða þann leik hér.      Áfram SA  (O:    :O)

Úrslit á Sparisjóðsmóti 2007

Hérna koma úrslitin frá Sparisjóðsmótinu. Hjá yngri flokkum eru ekki birt fleiri en 3 sæti og hinar sem á eftir koma eru taldar upp í stafrófsröð. Öll sæti eru birt hjá 14 ára og yngri B, 15 ára og eldri B, Novice og Junior

Foreldrafundur

Foreldrafundur verður haldinn í Skautahöllinni á Akureyri kl:20 með foreldrum þeirra iðkenda sem eru að fara suður um næstu helgi. Einnig minnum þá sem eiga eftir að borga keppnisgjöldin  fyrir það mót að gera það hið fyrsta.