3.flokks mót

Sú breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi Íslandsmótsins í 3.flokki að nú verða 4 helgarmót spiluð í staðinn fyrir staka leiki yfir leiktíðina eins og verið hefur.

Björninn - SA 1 : 6

SA hafði tögl og haldir í leiknum í gærkvöldi í Egilshöll og vann leikinn með 6 mörkum gegn 1.   0:0 , 0:4 , 1:2 

 Mögnuð byrjun hjá SA. Til Hamingju DRENGIR.   Áfram SA...............

Fyrsti leikur á morgun

SA spilar sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í meistaraflokki karla á morgun gegn Birninum í Egilshöllinni.  Reikna má með erfiðum leik fyrir okkar menn þar sem þeir reykvísku hafa sett saman öflugara lið en sést hefur lengi í Grafarvoginum.  Björninn er enn í sigurvímu eftir hraðmótið á dögunum og síðan stórsigur á Narfa í fyrsta leik mótsins nú á dögunum.

1. leikur SR - Björninn 2.fl. 3 : 5

Óopinberar fréttir herma að fyrsti leikurinn í 2. flokki á milli SRinga og Bjarnarins hafi endað með sigri Bjarnarmanna með 5 mörkum gegn 3 mörkum SRinga eftir að SR var yfir 3 : 1 . Þetta er þó birt án ábyrgðar því þessar uppl. liggja hvergi opinberlega frammi.

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 20. september

Aðalfundur foreldrafélags Íshokkídeildar SA verður haldinn fimmtudaginn 20. september kl. 20:30 í fundarherberginu í skautahöllinni. Sýnum samstöðu og mætum öll !!! Kveðja Stjórnin

Litlahokkíbúðin mætir á svæðið!!

Litlahokkíbúðin mætir á svæðið......

3.fl. leik helgarinnar frestað

Sjá http://www.ihi.is/

Uppfærð dagskrá móta 2007-2008

Búið er að uppfæra dagskrá innanfélagsmóta og móta á vegum Skautasambands Íslands fyrir skautatímabilið 2007-2008. Þar er að finna upplýsingar um öll mót og hvaða flokkar keppa á hverju móti. Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Helgu Margréti (helgamargretclarke@gmail.com)

Björninn vs Narfi

Fyrsti leikur íshokkí tímabilsins var í gær

Hver man ekki eftir Kenny

Fjölmargir erlendir leikmenn hafa komið við sögu í íslensku deildinni á síðustu árum, misjafnlega eftirminnilegir.  Einn þeirra, Kenny Corp, sem spilaði með Skautafélagi Akureyrar á árunum 2000 - 2003 verður að teljast með þeim allra eftirminnilegustu karakterum okkur hefur sótt heim.