Skautar til sölu

Edea skautar nr: 235 eru til sölu. Skautarnir voru notaðir í ca 3 mánuði. Upplýsingar gefur Allý í síma 8955804

HUMMEL gallarnir !!!

Nú eru hummel-gallarnir loksins komnir í Sportver og því þurfa nú allir að fara og máta og panta á sig og sína. Passið að skrá nafn barns og stærð. Etv. eru ekki öll börn skráð á listann í Sportveri en þá er bara að bæta nafninu þar á og rétta stærð.
Með von um skjót viðbrögð frá ykkur svo við getum farið og pantað gallana sem fyrst.  Stjórn Foreldrafélagsins.

Æfingagallar-seinasti séns

Á morgun föstudaginn 5.okt. frá kl: 16.30-17.30 verður hægt að máta og panta æfingabuxur, peysur og kaupa skautatöskur. Þetta er seinasti dagurinn.

kveðja Stjórnin

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags listhlaupadeildar verður haldinn miðvikudaginn
10. október n.k. Fundurinn verður uppi í fundarherbergi skautahallar
(stiginn upp í stúku og síðan hægri snú og fyrstu dyr til vinstri). Hefst
klukkan 20.00. Búið er að manna stjórn en áhugasamir velkomnir sem
varamenn.
Stjórn foreldrafélags listhlaupadeildar.

Breyttar æfingar um helgina vegna hokkímóts!

Vegna hokkímóts um næstu helgi verða örlitlar breytingar á æfingum. Það verða óbreyttar æfingar hjá 3. hóp yngri og eldri á laugardag en æfingar milli 8 og 11 á sunnudagsmorgun falla niður. Á sunnudagskvöldið verða æfingar sem hér segir:

4. hópur milli 17:10 og 18.20

5. hópur milli 18:20 og 19:40

6. hópur milli 19:40 og 21:00

Iðkendur í 4. 5. og 6. hóp sem fæddir eru 1996 og fyrr!

Ykkur er boðið í prufutíma í boltaþrek (Fit Pílates) upp á Bjargi hjá Hólmfríði nk. sunnudag milli 11:30 og 12:30. Þetta er kynningartími fyrir þá sem áhuga hafa á að nýta sér þessa tíma í vetur. Þetta verða "lokaðir" tímar, þ.e.a.s. tímarnir eru einungis fyrir okkur. Öllum er frjálst að fara í pottana að loknum tíma! Eftir prufutímann fá allir sem mæta skráningarblað sem þeir fara með heim til foreldra. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa tíma í vetur geta því skráð sig með því að skila Helgu þjálfara skráningarblaðinu með undirskrift foreldris. Hægt verður að skrá sig annað hvort í 3 eða 6 mánuði og er reiknað með að verð fyrir 3 mánuði verði um 3000 kr og fyrir 6 mánuði verði um 5000 kr. Tímarnir í vetur verða á fimmtudögum milli 19:30 og 20:30 (en ekki á sunnudögum eins og kynnt var á foreldrafundi sl. þriðjudag). Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við þessa tíma hafið samband við Helgu þjálfara: helgamargretclarke@gmail.com!

Bikarmót 4.fl. um næstu helgi

Í haust var ákveðið af ÍHÍ að bæta við Bikarmóti fyrir 5.-7. Flokk og 4. Flokk vegna mikils áhuga og áeggjan allra félaganna.  Nú um næstu helgi verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri FYRSTA BIKARMÓTið í 4.flokki.  Því miður ákváðu SRingar að taka ekki þátt í þessu móti og því munu þar verða tvö lið frá Birninum og eitt frá SA. Spilaðar verða tvær umferðir svo hvert lið mun spila 4 leiki. Bikar verður veittur fyrir 1. sætið og auðvitað slúttum við með PIZZA veislu í móts lok. Hægt er að skoða dagskránna hér. Einnig verður spilaður leikur í 2.fl. kl. 20,00 á laugardagskvöldið og þar eigast við SA og SR.  ÁFRAM SA  .......................

SA - SR, umfjöllun

Á laugardaginn mættust hinu fornu fjendur í Skautafélagi Akureyrar og Skautafélagi Reykjavíkur, í fyrstu viðureign liðanna í vetur.  Bæði lið höfðu unnið Björninn fyrr í vetur auk þess sem SR hafði gjörsigrað Narfa nokkrum dögum fyrr.

Foreldrafundur!

Minnum foreldra á foreldrafundinn á morgun, sjá nánari tímasetningar í extra-dagskránni eða á miða sem börn fengu með sér heim í síðustu viku.

Stórleikur um helgina!!

Stórleikur verður um helgina