Smá breyting á æfingatíma 5. og 6. hóps á morgun!

Á morgun, miðvikudaginn 17. október verður smá breyting á æfingatíma 5. og 6. hóps vegna undirbúnings undir Haustmótið um næstu helgi. Þeir sem keppa í 12 ára og yngri A, Novice og Junior skulu mæta á ísinn milli 19 og 20 en þeir úr 5. og 6. hópi sem ekki fara suður (keppendur í 14 ára og yngri B og 15 ára og eldri B) skulu mæta milli 18:10 og 19.